Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 31
Brotin heimsmynd
röð þeirra atburða sem málið varða. Hins vegar skarast efnisþættirnir í tíma
og því er oft sagt er frá sama tímabilinu á fleiri en einum stað og jafnvel
með töluverðu millibili.3 Þetta verður til þess að frásögnin er brotakennd
og oft erfitt að glöggva sig á tímanum, en önnur ástæða fyrir því er að í
söguna eru löng innskot þar sem sagt er frá persónum sem koma sögu Þór-
bergs mismikið við, á sama hátt og í Islenzkum aðli.
Það er ekki að ástæðulausu sem sögumaður kallar Ofvitann sálarlýsingu.
Eitt af megineinkennum bókarinnar er að frásagnarhátturinn í hinum
sjálfsævisögulega kjarna hennar er mjög huglægur. Helstu undantekningar
frá því eru áðurnefnd innskot, veðurfars- og staðalýsingar og fjöldi mann-
lýsinga, til dæmis þeirra kumpána sem nefndir eru Baðstofufélagarnir (78-
98). Mest er þó dvalið við að segja frá viðbrögðum Þórbergs unga við
heiminum, tilfinningum hans og vandamálum, lærdómi og þroska. Þessir
þættir eru einnig áberandi í íslenzkum aðli en þar er frásögnin þó ekki jafn
innhverf vegna þess að meiri áhersla er lögð á að segja frá rás ytri atburða,
þeim ævintýrum sem Þórbergur lendir í. Þó er alltaf lagður persónulegur
dómur á frásagnaratriðin, jafnt þau sem tilheyra aðal söguþræðinum og
innskotsköflunum. Það er fyrst og fremst verið að segja frá einni hugveru,
reynslulausum pilti sem upplifir heiminn, kynnist honum og þroskast
smátt og smátt.
Aðalpersóna verkanna tveggja er þó ekki aðeins þessi reynslulausi piltur,
heldur líka sögumaðurinn sem stjórnar frásögninni, segir frá upplifun sinni
og hefur skoðun á henni. Hann getur litið til baka og skoðað æskuár sín og
þroskaferil úr fjarlægð, þar sem áratugir eru á milli sögutíma og ritunartíma
verkanna. „Þórbergar" bókanna eru því tveir og nokkuð ólíkir; sögumað-
urinn sem segir frá og sögupersónan sem sagt er frá. Sá aðstöðumunur
þessara tveggja sem skapast af fjarlægð í tíma er mjög áberandi í Islenzkum
uðli og Ofvitanum. Sögumaðurinn hefur það fram yfir sögupersónu sína að
hafa yfirsýn og hann hefur þau forréttindi að geta komið skoðunum sínum
óbrengluðum á framfæri. Það er því hans heimsskoðun sem birtist í verk-
unum þótt hann sé að segja frá lífi og afstöðu síns yngra sjálfs og það er
ekkert reynt að breiða yfir hversu hlutdrægur hann er. Þvert á móti dregur
hann athyglina oft að sjálfum sér og bilinu milli sögutíma og ritunartíma
bókanna.
Nú er það ekki óvenjulegt að langur tími líði milli atburða og skrásetn-
ingar og heldur ekki að skrásetjarinn leggi út af atburðunum í ljósi síðari
tíma reynslu og skilnings. Samt er mikill hluti frásagna Þórbergs undir allt
öðru sjónarhorni en hefðbundnar sjálfsævisögur. Það er þekkt hugmynd að
með ævisögum sé verið að búa til heildstæða lýsingu á mannsævinni með
skipulegri og hlutlægri frásögn þar sem forðast er að raska jafnvægi heild-
293