Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 32
Tímarit Máls og menningar armyndarinnar með flóknum frásagnarhætti og margræðni.4 Þetta felur meðal annars í sér að í frásögninni verður tíminn að vera í samfellu til að ríma við þá ímynduðu heild sem ævisagan er en augljóslega falla sögur Þór- bergs ekki undir þessa skilgreiningu. Bygging verkanna á sinn þátt í því, þar sem hennar vegna er erfitt að henda reiður á tímanum. Það á reyndar einkum við um Ofvitann en áðurnefnd huglægni verkanna beggja er líka í ósamræmi við þessa hefð. Þórbergur ungi er líkari andhetju módernískra skáldsagna en hefðbundinni hetju hefðbundinna ævisagna. Þá er vert að geta þess að sviðsetningar eru mun algengari en yfirlitsfrásagnir í Islenzk- um aðli og Ofvitanum og samtöl og eintöl koma oft fyrir, en það eru miklu fremur skáldsagnaeinkenni en einkenni á ævisögum. Ennfremur er afstaða sögumannsins til sögupersónunnar mjög tvíræð og að því leyti óvenjuleg fyrir sjálfsævisögur en raunar má segja að Þórbergur fari í verk- um sínum iðulega út fyrir þau takmörk sem sjálfsævisögum eru sett með því að nota öðruvísi tungutak og skapa öðruvísi sjálfsmynd en algengast er í slíkum verkum. Mismunandi sjónarhorn I íslenzkum aðli og Ofvitanum mótast mynd lesandans af Þórbergi unga af samspili tveggja mismunandi sjónarhorna. Annað mætti kalla innra sjónar- horn eða hugmyndir sögupersónunnar um sjálfa sig en hitt sjónarhornið, sem gæti þá heitið hið ytra, byggist á aðferð sögumannsins við að segja frá sjálfum sér ungum, það er að segja þeirri mynd sem hann dregur upp með frásögn sinni í heild. Hugmyndir Þórbergs unga um sjálfan sig skilyrðast einkum af ytri aðstæðum. I eigin vitund er hann oftast stórkostlegt séní og spekingur en þær stundir koma að hann lítur á sjálfan sig sem mesta smælingjann meðal hinna smáu. Hvort viðhorfið er ríkjandi h/erju sinni fer eftir því hvernig honum tekst að samsama sig ímynd þess snillings sem hann vill vera. Eink- um heppnast það prýðilega þegar hann er í félagsskap annarra ungra manna sem eru ámóta áfjáðir í að sýnast miklir menn og hafa sams konar hugsjón- ir og áhugamál. I þeim köflum þar sem verið er að segja frá þessu samfélagi snillinganna er iðulega notað persónufornafnið „við“ í stað „ég“.5 Sælan grundvallast nefnilega öll á samtryggingu félaganna og samstöðu um að leyfa hverjum og einum að vera gildur meðlimur í hópi snillinganna. Þetta er sérlega áber- andi sumarið á Akureyri sem segir frá í íslenzkum aðli, en um samskipti félaganna segir þar: „Tíðast gættum við þess eins og af meðfæddri náttúru- hvöt að tala með tilhlýðilegri virðingu um gáfnafar og skáldskap hvers ann- ars.“(112) En þegar út af bregður og orðstírinn er í hættu innan þessa litla 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.