Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 32
Tímarit Máls og menningar
armyndarinnar með flóknum frásagnarhætti og margræðni.4 Þetta felur
meðal annars í sér að í frásögninni verður tíminn að vera í samfellu til að
ríma við þá ímynduðu heild sem ævisagan er en augljóslega falla sögur Þór-
bergs ekki undir þessa skilgreiningu. Bygging verkanna á sinn þátt í því,
þar sem hennar vegna er erfitt að henda reiður á tímanum. Það á reyndar
einkum við um Ofvitann en áðurnefnd huglægni verkanna beggja er líka í
ósamræmi við þessa hefð. Þórbergur ungi er líkari andhetju módernískra
skáldsagna en hefðbundinni hetju hefðbundinna ævisagna. Þá er vert að
geta þess að sviðsetningar eru mun algengari en yfirlitsfrásagnir í Islenzk-
um aðli og Ofvitanum og samtöl og eintöl koma oft fyrir, en það eru
miklu fremur skáldsagnaeinkenni en einkenni á ævisögum. Ennfremur er
afstaða sögumannsins til sögupersónunnar mjög tvíræð og að því leyti
óvenjuleg fyrir sjálfsævisögur en raunar má segja að Þórbergur fari í verk-
um sínum iðulega út fyrir þau takmörk sem sjálfsævisögum eru sett með
því að nota öðruvísi tungutak og skapa öðruvísi sjálfsmynd en algengast er
í slíkum verkum.
Mismunandi sjónarhorn
I íslenzkum aðli og Ofvitanum mótast mynd lesandans af Þórbergi unga af
samspili tveggja mismunandi sjónarhorna. Annað mætti kalla innra sjónar-
horn eða hugmyndir sögupersónunnar um sjálfa sig en hitt sjónarhornið,
sem gæti þá heitið hið ytra, byggist á aðferð sögumannsins við að segja frá
sjálfum sér ungum, það er að segja þeirri mynd sem hann dregur upp með
frásögn sinni í heild.
Hugmyndir Þórbergs unga um sjálfan sig skilyrðast einkum af ytri
aðstæðum. I eigin vitund er hann oftast stórkostlegt séní og spekingur en
þær stundir koma að hann lítur á sjálfan sig sem mesta smælingjann meðal
hinna smáu. Hvort viðhorfið er ríkjandi h/erju sinni fer eftir því hvernig
honum tekst að samsama sig ímynd þess snillings sem hann vill vera. Eink-
um heppnast það prýðilega þegar hann er í félagsskap annarra ungra manna
sem eru ámóta áfjáðir í að sýnast miklir menn og hafa sams konar hugsjón-
ir og áhugamál.
I þeim köflum þar sem verið er að segja frá þessu samfélagi snillinganna
er iðulega notað persónufornafnið „við“ í stað „ég“.5 Sælan grundvallast
nefnilega öll á samtryggingu félaganna og samstöðu um að leyfa hverjum
og einum að vera gildur meðlimur í hópi snillinganna. Þetta er sérlega áber-
andi sumarið á Akureyri sem segir frá í íslenzkum aðli, en um samskipti
félaganna segir þar: „Tíðast gættum við þess eins og af meðfæddri náttúru-
hvöt að tala með tilhlýðilegri virðingu um gáfnafar og skáldskap hvers ann-
ars.“(112) En þegar út af bregður og orðstírinn er í hættu innan þessa litla
294