Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 59
Þórbergur og skdldsagan hendur fjár og ekki þurft að skrifa sér til framfæris þá hefði hann einbeitt sér að dulspeki og ugglaust gert merkar uppgötvanir á þeim lendum. Fátæktin og fyrirvinnukvöðin hafi neytt hann til að skálda eftir pöntun. Auðvitað tökum við yfirlýsingum Þórbergs í þessu efni með fyrirvara — og þó blasir við að Þórbergi muni hafa látið vel að skrifa eftir pöntun, eða setja sig í furðu lítilþægar stellingar skrásetjara eftir öðrum, svo sem í Indr- iða miðli, Viðfjarðarundrunum, Lifnaðarháttum í Reykjavík að ógleymdri ævisögu séra Arna sem var pöntuð af Ragnari í Smára, að ekki sé minnst á ævisögu Einars ríka sem Ragnar var líka frumkvöðull að undir æfilok Þór- bergs. Og sjálfur Islenskur aðall átti upphaf sitt í pöntun frá Ríkisútvarpinu í tilefni af fimmtugsafmæli Stefáns frá Hvítadal sem þá var látinn fyrir þremur árum. Þórbergur samdi og flutti tvö erindi við örvandi undirtektir sem urðu til þess að hann skrifaði Islenskan aðal og framhaldið í tveimur bindum Ofvitans. En frægasta pöntun sem Þórbergur mun hafa fengið var árið 1951 þegar hann hafði loksins tekið upp þráðinn í eigin ævisögu þar sem séra Arni sleit hann og var kominn 300 bls. áleiðis í Suðursveitarkroniku sinni. Og nú var það ekki Ragnar í Smára eða Ríkisútvarpið heldur sjálfur Guð sem skipaði honum að víkja Suðursveit til hliðar og skrifa bókina um litlu manneskj- una: Sálminn um blómið. Sálmurinn um blómið markar tímamót á ritferli Þórbergs. Það er bókin um barnið sem uppgötvar veröldina í gegn um gamla manninn og gefur honum í leiðinni bernskuna. Eins og kunnugt er minnir skapandi upplifun barna á fátt meira en hina algeru snilligáfu - en þau skortir tækni til að búa henni varanlegt form. Og síðar meir þegar tæknin er komin, þá er barnið gufað upp. I einum eftir- minnilegasta kafla Sálmsins greinir Þórbergur frá fæðingarhríðum verksins, vandkvæðunum sem hann á í með að finna tón bókarinnar og svo ham- skiptunum þegar lausninni lýstur niður og honum opnast æðar til barnsins í sjálfum sér og færir því hina háþróuðustu frásagnartækni. I Sálminum birtist heimssýn Þórbergs og heimsósómi, trúarjátning hans og ekki síst: listsýn. Eitt af því sem Sálmurinn býður upp á er sérkennilegt uppgjör við skáldsöguna. Alltaf öðru hverju og æ oftar eftir sem líður á verkið er Þórbergur að rjúfa frásögnina til að kynna að hann sé ekki að skrifa skáldsögu og þess vegna segi hann þetta svona, en ef hann væri að skrifa skáldsögu þá myndi hann aftur á móti segja . . . - og síðan kemur glósa sem nær undantekningarlaust er skopstæling á stíl Halldórs Laxness. Þá er ekið um „óskýrgreint land“ og „óskýrgreinda vegi“, horft „óskýr- 321
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.