Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 81
Astin og guð náttúruvísindi og heimspeki svo sem samband náttúruvísinda og fagur- fræði. Eftir Sorotímabilið varð Hauch prófessor í fagurfræði við Kaup- mannahafnarháskóla.10 Það er athyglisvert fyrir þá, sem vilja trúa því, að Jónas hafi orðið hús- vinur þessara viðurkenndu, dönsku „listaskálda“, að hann þýðir lítið sem ekkert eftir þá. Einna bestu þýðingar hans úr dönsku eru á ljóðum yngri kynslóðarinnar, Paludan-Múller, sem var síðrómantískur, erótískur og um- deildur og P.L. Moller, sem sömuleiðis var „enfant terrible" í menningarlífi fimmta áratugarins í Kaupmannahöfn. En það voru ekki bara karlar, heldur líka merkilegar konur í Soro. Kona Carstens Hauch, Renna Hauch (1811-1896), var nánast jafnaldra Jónasar en rúmum tuttugu árum yngri en maður hennar. Hún var fræg kona, talsmað- ur nýrra hugmynda um barnauppeldi og olli hneykslun í Soro vegna þess að hún ól dætur sínar upp í miklu frjálsræði. Hún var miðpunkturinn í um- svifamiklu heimilishaldi og um leið skáldgyðja listamannaklíkunnar í Soro, þeir kölluðu hana: „en sagakvinde“. Renna Hauch gaf út skáldsöguna Frue Wemer árið 1844. I Dansk littera- turhistorie segir: „Innsæið sem hún hlaut við að verða móðir og uppalandi, þróaðist á vissum sviðum í róttæk viðhorf og hún fékk hljómgrunn fyrir hugmyndir sínar í þeim mannúðarsinnaða og frjálslynda skáldahópi sem hún umgekkst."11 Jónas Hallgrímsson segir hins vegar um Carsten Hauch: „Honum mættu tveir harmar í vetur (þ.e. 1844, DK); hann missti dóttur sína, og konan hans skrifaði novelle."12 Það er greinilegt að Jónas hefur ekki náð neinu sambandi við konur eins og Rennu Hauch. Framan af talar hann um skemmtanir og stelpur í Soro og í febrúar sendir hann neyðarkall til Kaupmannahafnar: hann vantar kraga, flibba og hvíta hanska eins og skot, hann er að fara á dansleik.13 En tildragelsi í efri stéttunum á þessum tíma var háð alls konar skilmálum, fyrst og fremst efnahagslegum. Jónas var feitlaginn, bláfátækur Islendingur, án sjáanlegra framtíðarmöguleika og ekki glæsilegt mannsefni. Undir aðlaðandi yfirborði Soro samfélagsins var loft líka lævi blandið. Ingemann varð rektor skólans 1842, það kom upp megn óánægja með stjórn hans og kennarar skiptust í tvær fylkingar sem bárust á banaspjót. Þegar Jónas segir í einu af bréfunum frá Soro: „Hér er óhollt loft á Saur- um“ er það kannski ekki bara veðurfar eða líkamleg óhollusta, sem hann er að ýja að.14 Nöfn Hauch og Ingemann hverfa líka undurfljótt úr Soro- bréfum Jónasar en áhuginn á því sem Islendingafélagið í Höfn og vinirnir voru að ráðleggja verður æ meiri. Um lífið í Soro er lítið talað. Það er kannski heldur ekki um svo mikið að tala. Steenstrup er að kenna, stússa í sínum málum, byggja upp framaferil.15 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.