Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar
þó ekki að leyna að oft fæða smáskekkjur af sér aðrar hvimleiðari, og mér
er ekki grunlaust um að þessi hafi þegar aukið kyn sitt.
Þórbergur lýsir með tilþrifum komu sinni í þennan heim (I Suðursveit,
bls. 20-22). Móðir hans kom hart niður, og var síðast gripið til þess úrræð-
is að senda Ketil Jónsson á Gerði austur í Nes eftir Þorgrími lækni Þórðar-
syni. Aður en þeir kæmust á leiðarenda fæddist drengurinn, og var þá
Björn föðurbróðir hans fenginn til að ríða á móti lækni og segja honum að
hann þyrfti ekki lengra. Björn mætti Þorgrími og Katli á klettarák framan í
Hestgerðiskambi, og þar sneri læknir við.
I frásögn Þórbergs af þessari erfiðu fæðingu segir meðal annars: „Fólk
var farið að tala sín á milli, að þetta ætlaði líkast til að enda á sama veg og
með Ragnhildi Steinsdóttur, konu Ketils. Ollum voru í fersku minni örlög
hennar, og það jók á óhug manna. Það var alveg svona með hana. Henni
gekk afar illa að fæða. Ketill vitjaði Þorgríms læknis. A meðan fæddist
barnið. Það kom andvana. Þá var strax sendur maður til að snúa lækninum
aftur, því að það var dýrt að fá lækni út í Suðursveit. En eftir að maðurinn
var farinn, fékk Ragnhildur krampakast og dó.“
Samkvæmt prestsþjónustubók Kálfafellsstaðar gerðist þessi sorgar-
atburður eins og fyrr getur hinn 21. maí árið 1888 eða tíu vikum eftir að
Þórbergur fœddist, ef fæðingarárið 1888 er rétt. Er þá óhugsandi að fólk
hafi hinn 12. mars verið að tala um örlög Ragnhildar Steinsdóttur með
þeim hætti sem Þórbergur gerir sér í hugarlund.
Athugum málin eilítið nánar. Ef Ketill á Gerði hefði fyrir skömmu misst
konu og barn við áþekkar aðstæður, er þá líklegt að einmitt hann hefði ver-
ið fenginn til að sækja lækni til Önnu á Hala? Ég held menn hefðu hlífst
við að leggja það á hann. Og enn eitt: Ef öllum hefði verið í fersku minni
fráfall Ragnhildar Steinsdóttur rétt eftir barnsburð, er þá sennilegt að lækni
hefði verið snúið aftur þegar hann var kominn alla leið suður að Hestgerði?
Eg held að öruggara hefði þótt að hann riði þessar fáu bæjarleiðir sem eftir
voru til að huga að konu og barni. Aftur á móti verða öll viðbrögð manna
eðlilegri og auðskýrðari hafi atburðaröðin verið eins og prestsþjónustu-
bókin segir.
Skrif Þórbergs eru allt um það skiljanleg. Hann er í góðri trú: heldur að
Ragnhildur á Gerði hafi dáið af barnsförum vorið áður en hann fæddist og
er að geta sér til hvernig fólki í þessu litla samfélagi á Breiðabólstaðartorf-
unni hafi liðið, hvað það hafi verið að hugsa og tala um þegar horfur voru á
að allt ætlaði að enda með sömu hörmungum á Hala. Hann var ekki að
skrifa sagnfræði, heldur skáldlega lýsingu á lífinu í Suðursveit í barnæsku
hans og fyrir hans dag. Þess vegna hefur hann ekki talið þörf á þeirri vís-
332