Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
vera til. Þetta var heimur veruleikans.“(68) En örskömmu síðar er komið
annað hljóð í strokkinn: „Við vorum aftur frelsaðir úr veröld daglegs
brauðs, ennþá orðnir arftakar í ríki hinna andlegu heima." (68-69) Veru-
leikinn er áþján og það er athyglisvert að þegar Þórbergur á bágt er hann
alltaf einsamall, en í félagsskap með hinum piltunum er lífið oftast leikur
einn. Snillingshugsjón Þórbergs er því eintóm sjálfsblekking: Snillingurinn
er einstaklingur sem er öðrum fremri, en Þórbergur ungi er aldrei snilling-
ur nema í félagsskap þeirra sem standa honum jafnfætis.
Þórbergur ungi lýsir sér sjálfur með orðum sínum og gjörðum. I ímynd-
un sinni er hann oftast sá sem segir skoðun sína hispurslaust og allir horfa
til með lotningu en ber sjálfur ekki virðingu fyrir neinu yfirvaldi. En
reyndin er sú, að orð hans og athafnir stangast iðulega á: Gagnvart öllum
öðrum en félögum sínum er hann bæði dáðlaus og kjarklaus. Þessi tog-
streita viljans og athafnanna kemur oft fram í mótsögninni milli þess sem
hann segir við sjálfan sig og þess sem hann segir upphátt. Það er því ljóst að
hann er ekki jafn óttalaus og öruggur með sig og hann vill vera láta. I kafl-
anum „Sítrónsflaskan" í Ofvitanum ræðir Þórbergur til dæmis við mennt-
aðan sveitunga sinn sem hann þorir ekki að styggja og talar þar allan tím-
ann gegn sjálfum sér; sveitunginn vill fá Þórberg með sér í stúkuna Skjald-
breið og hann kann ekki við að segja neitt ljótt - upphátt:
[. . .] Það er fallegt nafnið á henni. Niðri í mér: En sú smekkvísi! Að láta
félagsskap heita sama nafni og fjall! Það er víst ekki mikið af gáfumönnum í
þessu selskapi. (142)
Þórbergur ungi er þannig bæði þóttafullur og djarfur undir niðri þótt ekki
sé hann borubrattur í framkomu. Það er mikilvægt fyrir frásagnarhátt verk-
anna að báðar raddirnar koma fram í textanum, hin raunverulega sem við-
mælendur Þórbergs heyra og hin óopinbera „rödd hugsunarinnar“. Það
sem sagt er með þessum tveimur röddum er sjaldnast samhljóma og þannig
birtist í frásögninni sú djúpa gjá sem er á milli veruleika og löngunar, milli
þess sem Þórbergur ungi segir og gerir og þess sem hann langar að segja og
gera.
Þessi munur á löngunum sögupersónunnar og athöfnum hennar er upp-
spretta íroníu í báðum verkunum. I ímyndun Þórbergs unga segir hann,
gerir og er það sem löngun hans stendur til en í raunveruleikanum koma
ytri aðstæður og kjarkleysi hans sjálfs í veg fyrir allt þetta. Hugtakið íronía
nær meðal annars yfir mótsagnir sem myndast milli þess sem sýnt er og
sagt, milli þess sem er og þess sem (einhverjum) virðist vera.6 í þessu tilfelli
felst íronían í misræminu milli hugmynda Þórbergs unga um sjálfan sig og
þeirrar myndar sem frásögnin í heild gefur af honum. Með samspili þeirra
296