Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar vera til. Þetta var heimur veruleikans.“(68) En örskömmu síðar er komið annað hljóð í strokkinn: „Við vorum aftur frelsaðir úr veröld daglegs brauðs, ennþá orðnir arftakar í ríki hinna andlegu heima." (68-69) Veru- leikinn er áþján og það er athyglisvert að þegar Þórbergur á bágt er hann alltaf einsamall, en í félagsskap með hinum piltunum er lífið oftast leikur einn. Snillingshugsjón Þórbergs er því eintóm sjálfsblekking: Snillingurinn er einstaklingur sem er öðrum fremri, en Þórbergur ungi er aldrei snilling- ur nema í félagsskap þeirra sem standa honum jafnfætis. Þórbergur ungi lýsir sér sjálfur með orðum sínum og gjörðum. I ímynd- un sinni er hann oftast sá sem segir skoðun sína hispurslaust og allir horfa til með lotningu en ber sjálfur ekki virðingu fyrir neinu yfirvaldi. En reyndin er sú, að orð hans og athafnir stangast iðulega á: Gagnvart öllum öðrum en félögum sínum er hann bæði dáðlaus og kjarklaus. Þessi tog- streita viljans og athafnanna kemur oft fram í mótsögninni milli þess sem hann segir við sjálfan sig og þess sem hann segir upphátt. Það er því ljóst að hann er ekki jafn óttalaus og öruggur með sig og hann vill vera láta. I kafl- anum „Sítrónsflaskan" í Ofvitanum ræðir Þórbergur til dæmis við mennt- aðan sveitunga sinn sem hann þorir ekki að styggja og talar þar allan tím- ann gegn sjálfum sér; sveitunginn vill fá Þórberg með sér í stúkuna Skjald- breið og hann kann ekki við að segja neitt ljótt - upphátt: [. . .] Það er fallegt nafnið á henni. Niðri í mér: En sú smekkvísi! Að láta félagsskap heita sama nafni og fjall! Það er víst ekki mikið af gáfumönnum í þessu selskapi. (142) Þórbergur ungi er þannig bæði þóttafullur og djarfur undir niðri þótt ekki sé hann borubrattur í framkomu. Það er mikilvægt fyrir frásagnarhátt verk- anna að báðar raddirnar koma fram í textanum, hin raunverulega sem við- mælendur Þórbergs heyra og hin óopinbera „rödd hugsunarinnar“. Það sem sagt er með þessum tveimur röddum er sjaldnast samhljóma og þannig birtist í frásögninni sú djúpa gjá sem er á milli veruleika og löngunar, milli þess sem Þórbergur ungi segir og gerir og þess sem hann langar að segja og gera. Þessi munur á löngunum sögupersónunnar og athöfnum hennar er upp- spretta íroníu í báðum verkunum. I ímyndun Þórbergs unga segir hann, gerir og er það sem löngun hans stendur til en í raunveruleikanum koma ytri aðstæður og kjarkleysi hans sjálfs í veg fyrir allt þetta. Hugtakið íronía nær meðal annars yfir mótsagnir sem myndast milli þess sem sýnt er og sagt, milli þess sem er og þess sem (einhverjum) virðist vera.6 í þessu tilfelli felst íronían í misræminu milli hugmynda Þórbergs unga um sjálfan sig og þeirrar myndar sem frásögnin í heild gefur af honum. Með samspili þeirra 296
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.