Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 79
Dagný Kristjánsdóttir
Ástin og guð
Um nokkur Ijóð Jónasar Hallgrímssonar
Seinni hluti
Á Saurum
Einsemdin er yrkisefni margra síðari ljóða Jónasar. Það er einsemd sem á
sér djúpar rætur og kemur félagsskap við aðra ekki við. Þó að Jónas búi
með fólki, sæki fundi og sitji á krám lýsa ljóð hans vaxandi einangrun og
einsemd.
Jónas var á Islandi sumarið 1837 og kom til Hafnar „nokkuð breyttur"1.
Hann lauk prófi í steina- og jarðfræði árið 18382, þrjátíu og eins árs, og þar
með lauk námsferli hans. Mér dettur ekki í hug að stúdentslífið hafi verið
áhyggjulaust - en það hefur a.m.k. verið afmarkað, því settir ákveðnir ytri
rammar skólagöngu, samskipta við skólafélaga og Islendingafélagsins.
Hvað átti Jónas nú að taka sér fyrir hendur?
Hann var náttúruvísindamaður og mjög áhugasamur um fag sitt. Líf-
fræðingar á fyrri hluta 19. aldar trúðu að „æðri stjórn hefði skapað lífver-
urnar og þær breyttust að jafnaði lítið með tímanum."3 Sköpunarverkið var
kerfisbundið, tegundir röðuðust í flokka, frá hinu einfalda til hins full-
komna í samfellu og samræmi. Þetta var rúmum tuttugu árum áður en
Darwin lagði fram þróunarkenningu sína (1859).
I ritgerð Jónasar „Um eðli og uppruna jarðarinnar"4, kemur glöggt fram
að í hans augum eru náttúruvísindin túlkandi og skapandi fræðigrein. Nátt-
úruvísindin eru vísindi um lögmál sem menn eru að uppgötva, reglufestu
og orsakasamhengi, sem vissulega eru verk guðs - en um leið uppgötvun
þeirra manna sem rannsaka, mæla, vega og síðast en ekki síst segja frá því
sem hefur fundist. Þeir skapa í fótspor guðs, á stöðugt óhlutstæðari hátt,
vinna sig inn að kjarna merkingarinnar:
Hér höfum við hafið oss smátt og smátt frá einni skoðun til annarrar háleit-
ari, og komum þar eins og annars staðar til þeirrar ályktunar, að upphaf allra
hluta sé guð. (14)
I þágu vísindanna og sjálfs sín, tókst Jónasi að herja út peninga héðan og
341
L