Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 63
Þórbergur og skáldsagan stöðug útsending sem þarf hæfileg móttökutæki til að ná. En skilningarvit manna verða æ sljórri eftir því sem tímar líða - og með útvarpsgargi og vél- arbrölti taldi Þórbergur illa horfa um móttökuskilyrði sálarinnar. Og það er skemmst frá því að segja að Suðursveitarsyrpu Þórbergs var tek- ið af nokkru fálæti þegar hún kom út í lok sjötta áratugarins. Einkum var það þjóðfræðaefnið sem fór fyrir hjartað á mörgum - allur þessi fróðleikur og nákvæmni. Það var engu líkara en skollið væri á stríð milli Þórbergs og lesenda og Þórbergur lýsti því yfir að hann hefði valið á milli þeirra sem læsu sér til fróðleiks og hinna sem læsu sér til skemmtunar - og hefði kosið þá fyrri sér til sálufélags. Hér ætti kannski við að bera upp þá spurningu hvort Þórbergur hafi verið vanmetinn höfundur — og þá ekki bara átt við skugga fjallsins sem hann bjó undir langa æfi — heldur þá slagsíðu sem hefur verið á mati manna á verk- um hans, hve jafnvel aðdáendur hans hafa verið bundnir við snilli upphafs- ins: Bréf til Láru og miðhálendið: Islenskan aðal og Ofvitann - en eins og sjálfur hátindurinn væri jafnan kafinn skýjum: Sálmurinn um blómið og Suðursveitarbækurnar. Annað sem kann að hafa bjagað mynd manna af Þórbergi er hve honum sjálfum var ótamt að koma fram í hefðbundnu rithöfundagervi, gerði jafn- vel gys að því og birtist iðulega í tíglabúningi trúðsins þegar menn áttu von á viðhafnarklæðum skáldjöfursins. En tómlæti lesenda og tregða höfðu áhrif á Þórberg, þess gætir strax í annarri bók: Um lönd og lýði - á einum stað er vikið að gamalli heimild um mannskaða á sjó. Heimildin lætur þess ógetið hvað skipin voru mörg sem fórust og Þórbergur sendir lesendum tóninn: „Það hefði líka verið of þreytandi nákvæmni." (Sama, bls. 234) Og í Fjórðu bók er hann á einum stað að tala um áhald sem hann fann upp til að mæla vegalengdir en hættir svo við í miðju kafi og segir: „Eg nenni ekki að lýsa því hér.“ (Sama, bls. 429) Og það er staðreynd að Þórbergur lagði frá sér pennann þegar aðeins herslumun vantaði upp á að Fjórða bók væri fullmótuð og virðist ekki hafa séð ástæðu til að halda þessum leik mikið lengur áfram. Þó átti hann góðan áratug eftir ólifaðan en virtist láta sér framhaldið í léttu rúmi liggja og fór aftur að taka á móti pöntunum. Kannski hefur hann veðjað á nýja tíma og nýtt fólk, vitandi að það sem er í seilingu í dag er úr sjónmáli á morgun og lítill sproti er fyrr en varir orðinn að voldugu tré - og undir krónur þess mundu kynslóðir framtíðar- ínnar safnast. 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.