Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 63
Þórbergur og skáldsagan
stöðug útsending sem þarf hæfileg móttökutæki til að ná. En skilningarvit
manna verða æ sljórri eftir því sem tímar líða - og með útvarpsgargi og vél-
arbrölti taldi Þórbergur illa horfa um móttökuskilyrði sálarinnar.
Og það er skemmst frá því að segja að Suðursveitarsyrpu Þórbergs var tek-
ið af nokkru fálæti þegar hún kom út í lok sjötta áratugarins. Einkum var
það þjóðfræðaefnið sem fór fyrir hjartað á mörgum - allur þessi fróðleikur
og nákvæmni. Það var engu líkara en skollið væri á stríð milli Þórbergs og
lesenda og Þórbergur lýsti því yfir að hann hefði valið á milli þeirra sem
læsu sér til fróðleiks og hinna sem læsu sér til skemmtunar - og hefði kosið
þá fyrri sér til sálufélags.
Hér ætti kannski við að bera upp þá spurningu hvort Þórbergur hafi verið
vanmetinn höfundur — og þá ekki bara átt við skugga fjallsins sem hann bjó
undir langa æfi — heldur þá slagsíðu sem hefur verið á mati manna á verk-
um hans, hve jafnvel aðdáendur hans hafa verið bundnir við snilli upphafs-
ins: Bréf til Láru og miðhálendið: Islenskan aðal og Ofvitann - en eins og
sjálfur hátindurinn væri jafnan kafinn skýjum: Sálmurinn um blómið og
Suðursveitarbækurnar.
Annað sem kann að hafa bjagað mynd manna af Þórbergi er hve honum
sjálfum var ótamt að koma fram í hefðbundnu rithöfundagervi, gerði jafn-
vel gys að því og birtist iðulega í tíglabúningi trúðsins þegar menn áttu von
á viðhafnarklæðum skáldjöfursins.
En tómlæti lesenda og tregða höfðu áhrif á Þórberg, þess gætir strax í
annarri bók: Um lönd og lýði - á einum stað er vikið að gamalli heimild
um mannskaða á sjó. Heimildin lætur þess ógetið hvað skipin voru mörg
sem fórust og Þórbergur sendir lesendum tóninn: „Það hefði líka verið of
þreytandi nákvæmni." (Sama, bls. 234) Og í Fjórðu bók er hann á einum
stað að tala um áhald sem hann fann upp til að mæla vegalengdir en hættir svo
við í miðju kafi og segir: „Eg nenni ekki að lýsa því hér.“ (Sama, bls. 429)
Og það er staðreynd að Þórbergur lagði frá sér pennann þegar aðeins
herslumun vantaði upp á að Fjórða bók væri fullmótuð og virðist ekki hafa
séð ástæðu til að halda þessum leik mikið lengur áfram.
Þó átti hann góðan áratug eftir ólifaðan en virtist láta sér framhaldið í
léttu rúmi liggja og fór aftur að taka á móti pöntunum.
Kannski hefur hann veðjað á nýja tíma og nýtt fólk, vitandi að það sem
er í seilingu í dag er úr sjónmáli á morgun og lítill sproti er fyrr en varir
orðinn að voldugu tré - og undir krónur þess mundu kynslóðir framtíðar-
ínnar safnast.
325