Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 132
Tímarit Máls og menningar
með öllu: Einn daginn eru aðeins
flaska skál og fiskur á borðinu. Var
ekki epli líka í gær? (42)
I öðru samhengi kemur terrassógólf aft-
ur fyrir og verður eins konar tákn liðins
tíma: maður man úr honum brot en
sem heild verður fortíðin sama marki
brennd: hún er öll í brotum. Þar sem
Kort stekkur út á ísinn í Helsingjabotni
til að ríða selnum er eins og minni hans
og heili leysist upp í graut:
Milli jakanna sá hann ofan í ís-
hrönglið, hann horfði í kvikandi
dröfnóttan graut eins og terrassógólf
í upplausn (79).
Hvernig muna menn fortíðina? Hvernig
er tíminn í skynjun mannsins? Gengur
allt í hring, er hringurinn tákn tímans
og grunntákn tilverunnar eins og haldið
var fram í bókum í hitteðfyrra? Ekki
segir Kolli mix, og „Einmitt“ samsinnir
þá Kort Kjögx: „lífið er gormur" (23).
Þá má líklega kalla drauginn annað
grunntákn sögunnar. Minningar eru
eins konar draugagangur, söguhöfundur
er draugur. Hann talar til okkar af blað-
síðum sem eru firrtar hlutbundnum
veruleika. Söguhöfundur er „vakandi
vitund“ (162, 170) eða með öðrum orð-
um draugur. I sögunni er hans annað og
seinna líf, þar gengur skáldið aftur.
Enn má nefna dúkkuna Lillý sem er
biluð: getur ekki lagt aftur augun. A
blaðsíðu 22 reynir Fúsi (Vigfús) í For-
húð að gera við hana, en á því verki
byrjaði Fúsi (Sigfús) í Forhúð í sögunni
„Forvarsla" í Ofsögum sagt (OS, 58).
Það vantar lóð á vogarstöng inni í höfði
hennar, og loks finnur hann hentugt
hlass: „blýkúlu úr höfði ungrar konu
sem hafði fyrirfarið sér“ (23). Ætla má
að höndin á bókarkápu sé af Lillý. Lillý
er að nokkru leyti skyld draugum,
dauð, stareyg. Einhver er að reyna að
tjasla henni saman eins og gömlum
minningarbrotum en gengur ekki vel.
Hún endar í ruslagámi í sögulok ásamt
brotum úr terrassógólfi og hinum mikla
samantjaslara gamalla muna: Kolla mix
(162). Þannig er fortíðin send á ösku-
hauga eins og biluð brúða. Dúkkan
Lillý er eins og Kort Kjögx: einhver
mixari og dútlari (höfundurinn) er að
reyna að koma henni heim og saman.
Lóðið sem vantar varð bani einhvers,
sem vildi ekki lifa. Og þótt lóðið vanti
ekki lengur og dúkkan sé heil lendir
hún á haugunum - eða: hefði hún lent í
gleymsku nema af því að hennar er get-
ið í Skuggaboxi.
Þá er ótalið boxið, sem telja má eitt af
grunntáknum sögunnar. Box er íþrótt
sem var bönnuð með lögum hérlendis
en lifði í undirheimum. Oldungar
stunda íþróttina ólöglega í kjallara í
gamla bænum, samfélagið er þeim and-
snúið. Þeir eru afturgöngur. - Ef les-
andinn kysi að líta á þetta sem táknmál,
hvernig mundi hann ráða táknin? Mér
dettur í hug skáldið Þórarinn sem ein-
mitt situr á svipuðum slóðum í gamla
bænum og rýnir í þjóðleg fræði sem
senn njóta svo lítillar hylli að þau mega
teljast bönnuð. Skáldið situr og býr til
sögupersónur sem eru draugar eða
skuggar sem boxa hver annan, hann
boxar skuggana sem hann semur, setur
þá í box bókar, enda sé bók box
skugga: camera obscura.
Póstmódernísk dótaskúffa
Skuggabox minnir á dótaskúffu. Eitt og
annað smálegt er tínt til og tengt saman,
stundum aðeins af hálfum huga, því
394