Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 49
Hundrab og eitt ár
Hver er munur á afmæli og ámæli?
Næstum enginn. Með hóflegu flámæli
er ámælisvert
ef ekkert er birt
til að afmæli komist í hámæli.
Nú var það tekið til bragðs - það var Hallbjörn Halldórsson prentari og
ritstjóri sem af einhverjum ástæðum reið þar á vaðið í Alþýðublaðinu - að
yngja afmælisbarnið um eitt ár og skrifa um það veglegar greinar og gefa
meira að segja út um það dálitla bók árið eftir. Það er alveg prýðileg regla
að yngja menn um ár fyrir hvern gleymdan afmælisdag. Eftir þeirri reglu
telst mér til að ég sé tuttugu og fimm ára gamall en ekki fjörutíu og sex eins
og stendur í kirkjubókum.
Sigfús Daðason hefur orð á þessu mishermi í ágætri ævisögu Þórbergs í
Andvara 1981, og þykir það ónotalegt þótt hann kunni ekki á því skýring-
una. Það er ári aumt að annar eins sannleiksunnandi nákvæmnismaður um
alla hluti, mælandi allt frá túninu á Hala í Suðursveit til Rauða torgsins í
Moskvu, skuli ekki hafa getað haft reiðu á öðru eins lítilræði og sínum eig-
in fæðingardegi.
Þetta fæðingardagsmál er mikilvægt vegna þess að það vekur spurning-
una um hversu alvarlega við eigum að taka Þórberg Þórðarson sem sann-
leikselskandi nákvæmnismann og þar með sem manneskju og rithöfund.
Oðrum þræði var Þórbergur höfundur að skemmtilegri vitleysu og fullur
af skringilegheitum og afkáraskap. Hann er skemmtilegasti höfundur að
skemmtilegri vitleysu í gervöllum íslenzkum bókmenntum, Æri-Tobbi
tuttugustu aldar, margefldur að auðlegð andans miðað við fyrirrennara
sinn. Eru sannleiksástin og mælingakúnstirnar kannski ekkert annað en
tómur afkáraskapur?
Á bernskuheimili mínu héngu á vegg tvær vatnslitamyndir eftir Drífu
Viðar sem var bekkjarsystir móður minnar úr Menntaskólanum. Einn góð-
an veðurdag fær þriðja bekkjarsystirin, Sigfríður Nieljohníusdóttir eða
Fríða Nilla nettar sagt, bréf frá Drífu, sem þá var komin til myndlistarnáms
í Ameríku, þess efnis að Drífa vilji að menntaskólamyndir sínar séu teknar
niður af veggjum í húsum fólks og helzt eyðilagðar. Mamma varð ekki við
þessari ósk og lét sínar myndir hanga. Þá gerist það að myndirnar detta af
veggnum, og var Þórbergur ekki fyrr búinn að frétta það en hann var kom-
inn á vettvang með tæki sín og tól til að mæla upp allar aðstæður sem ná-
kvæmlegast. Hann vildi líka vigta myndirnar, eða það sem eftir var af þeim
eftir fallið af veggnum, á eldhúsvog mömmu. Kenning hans var sú að
myndirnar hefðu dottið fyrir hugsanaflutning Drífu, enda væri Drífa mikill
persónuleiki eins og allir vissu. Allt það mundu mælingarnar staðfesta.
311
L