Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 49
Hundrab og eitt ár Hver er munur á afmæli og ámæli? Næstum enginn. Með hóflegu flámæli er ámælisvert ef ekkert er birt til að afmæli komist í hámæli. Nú var það tekið til bragðs - það var Hallbjörn Halldórsson prentari og ritstjóri sem af einhverjum ástæðum reið þar á vaðið í Alþýðublaðinu - að yngja afmælisbarnið um eitt ár og skrifa um það veglegar greinar og gefa meira að segja út um það dálitla bók árið eftir. Það er alveg prýðileg regla að yngja menn um ár fyrir hvern gleymdan afmælisdag. Eftir þeirri reglu telst mér til að ég sé tuttugu og fimm ára gamall en ekki fjörutíu og sex eins og stendur í kirkjubókum. Sigfús Daðason hefur orð á þessu mishermi í ágætri ævisögu Þórbergs í Andvara 1981, og þykir það ónotalegt þótt hann kunni ekki á því skýring- una. Það er ári aumt að annar eins sannleiksunnandi nákvæmnismaður um alla hluti, mælandi allt frá túninu á Hala í Suðursveit til Rauða torgsins í Moskvu, skuli ekki hafa getað haft reiðu á öðru eins lítilræði og sínum eig- in fæðingardegi. Þetta fæðingardagsmál er mikilvægt vegna þess að það vekur spurning- una um hversu alvarlega við eigum að taka Þórberg Þórðarson sem sann- leikselskandi nákvæmnismann og þar með sem manneskju og rithöfund. Oðrum þræði var Þórbergur höfundur að skemmtilegri vitleysu og fullur af skringilegheitum og afkáraskap. Hann er skemmtilegasti höfundur að skemmtilegri vitleysu í gervöllum íslenzkum bókmenntum, Æri-Tobbi tuttugustu aldar, margefldur að auðlegð andans miðað við fyrirrennara sinn. Eru sannleiksástin og mælingakúnstirnar kannski ekkert annað en tómur afkáraskapur? Á bernskuheimili mínu héngu á vegg tvær vatnslitamyndir eftir Drífu Viðar sem var bekkjarsystir móður minnar úr Menntaskólanum. Einn góð- an veðurdag fær þriðja bekkjarsystirin, Sigfríður Nieljohníusdóttir eða Fríða Nilla nettar sagt, bréf frá Drífu, sem þá var komin til myndlistarnáms í Ameríku, þess efnis að Drífa vilji að menntaskólamyndir sínar séu teknar niður af veggjum í húsum fólks og helzt eyðilagðar. Mamma varð ekki við þessari ósk og lét sínar myndir hanga. Þá gerist það að myndirnar detta af veggnum, og var Þórbergur ekki fyrr búinn að frétta það en hann var kom- inn á vettvang með tæki sín og tól til að mæla upp allar aðstæður sem ná- kvæmlegast. Hann vildi líka vigta myndirnar, eða það sem eftir var af þeim eftir fallið af veggnum, á eldhúsvog mömmu. Kenning hans var sú að myndirnar hefðu dottið fyrir hugsanaflutning Drífu, enda væri Drífa mikill persónuleiki eins og allir vissu. Allt það mundu mælingarnar staðfesta. 311 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.