Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar honum var áður heilagt: „hin rassmiklu orð í eignarfalli fleirtölu með greini [voru] hin unaðslegasta mynd skáldskapar" (168). Hér kemur viðhorf söguhöfundarins fram í orðanotkuninni, til dæmis því að segja orðin í skáldskap Einars séu „rassmikil" en svo óvirðulegt orð hefði Þórbergur yngri aldrei notað um svo háleitt efni. Sögumaðurinn bætir síðan við: Þar á móti fór ég á mis við að finna nautn í hinni lélegu byggingu margra kvæða hans, af þeirri afsakanlegu ástæðu, að á því atriði ljóðlistarinnar hafði ég ekkert vit fyrr en löngu síðar. (168) Það er ein gerð íroníu að segja eitt og meina annað, eins og sögumaður ger- ir iðulega. I einum af fyrstu köflum Ofvitans segir hann: „Að vera eðli- legur einstaklingur hefur verið ríkari þáttur í upplagi mínu en að eignast mannorð. Mannorðið er pípuhattur skinhelginnar.“(19) Með þessum orð- um og frásögninni sem fylgir á eftir er enn einu sinni bent á mótsögnina milli orða og athafna því hvað eftir annað er sýnt að sögupersónunni Þór- bergi er ákaflega umhugað um mannorð sitt og hann er heldur ekki laus við skinhelgi af ýmsu tagi. I krafti visku sinnar og reynslu getur sögumaðurinn gert grín að sakleysi og fávisku sjálfs sín eins og hann var í fortíðinni: Og ég var óviti, sem ekki kunni greinarmun á hverfulum bláma hins fjarlæga fjalls og ómenguðu ljósi hinnar eilífu nálægðar. (1:39) Orðið „óviti“ ber hér ótvírætt vitni um yfirsýn sögumanns; það er þver- sögn við álit sögupersónunnar á sjálfri sér,7 eins og bókartitillinn Ofvitinn lýsir best. Sögumaðurinn lætur sér semsagt ekki nægja að segja frá þeim atvikum sem hentu hann þegar hann var ungur, heldur getur hann einnig túlkað hugmyndaheim sögupersónu sinnar, verk hennar og gjörðir, lagt dóm á alla skapaða hluti og stýrt því hvers konar mynd lesandinn fær af Þórbergi unga. A þennan hátt verður til sú sjálfsmynd sem verkin birta, í samspili tvöfaldrar íroníu þar sem er annars vegar misræmið milli verks og vilja hjá sögupersónunni og hins vegar að vitneskja og yfirsýn sögumannsins (og þar með lesandans) er meiri en vitneskja þröngsýnnar sögupersónunnar. Átök efnis og anda í upphafi Ofvitans og þar með við upphaf sögutíma verkanna beggja, er Þórbergur ungi í seinasta túrnum sem kokkur á skútu og hefur verið til sjós í þrjú ár. Hann dreymir þó um annars konar líf og æðsta þrá hans er að mennta sig til að verða lífsspekingur og fullkominn maður. Til að elta það 298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.