Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 55
Hundrað og eitt ár prófessorinn yrði ekki búinn að næla sér í þau sjálfur áður en hann færi í gröfina. Þessi merki maður hét de la Warr og hafði fundið upp nýstárlega myndavél. Með henni gat hann tekið myndir af sjúkum vefjum í mannslík- ama þó svo að vélin væri í Oxford en vefurinn í Hong Kong. Var um þetta fjöldi gagna og öll saman óyggjandi, og mörgum þeirra lýst í danskri bók sem heitir Og alt bliver sáre godt ef ég man rétt. Mig minnir að höf- undurinn heiti Paul Rubow eða eitthvað í þá veru. Kom nú í minn hlut yfir dúndrinu að upplýsa Þórberg um það að de la Warr gæti enginn prófessor verið við Háskólann í Oxford, heldur mundi hann vera fjárplógsmaður sem ræki fyrirtæki sem hann nefndi De la Warr Laboratories í úthverfi þar í bænum. Hann hefði ugglaust valið starfsemi sinni stað í Oxford einmitt í því skyni að sakleysingjar eins og Þórbergur teldu sér trú um að hann væri riðinn við háskólann þar. Hann hefði svo fé af sjúkum smælingjum í Hong Kong og ugglaust um hálfan heiminn með myndatökum sínum sem auðvit- að væru ekkert annað en fals og dár. Þórbergur tók þessum tíðindum þunglega en á endanum þolanlega. Hann tók af mér loforð um að heimsækja de la Warr í eigin persónu og ganga úr skugga um eðli þeirrar starfsemi sem fram færi í De la Warr La- boratories. Það loforð efndi ég aldrei. VI Jean-Jacques Rousseau einsetti sér í Játningum sínum það sem hann hélt að enginn hefði gert á undan honum í gervallri sögu mannkynsins: að segja allan sannleikann um eina manneskju. Og þessi manneskja skyldi vera hann sjálfur. Þetta varð síðan að hefð eins og við var að búast. Þórbergur Þórð- arson er eini fulltrúi þessarar hefðar í sígildum íslenzkum bókmenntum. Bersöglishefðin er máttarstólpinn í Bréfi til Láru, Pistilinn skrifaði, Is- lenzkum aðli og Ofvitanum og í mörgum meistaralegustu ritgerðum hans um til að mynda eldvígslu, lifandi kristindóm, ljós úr austri og þrjú þúsund og þrjú hundruð og sjötíu daga í lífi sínu. Síðasta dag okkar Þórbergs, kvöldið og nóttina sem okkur sinnaðist út af de la Warr, eins og út af Tékkóslóvakíu þar sem báðir höfðu verið og ótal- mörgu öðru, var Þórbergur hefð sinni trúr. Hann var sem fyrr hreinskilnin klöppuð úr bergi. En hann var svolítið mikið breyttur maður. Hann var veikur, að ég hygg af Parkinsonsveiki. Hann drakk meira af gambra Mar- grétar en hann hafði gott af. En fyrst og síðast var hann rogginn, jafnvel áður en sveif á hann. Halldór Laxness skrifaði bara af íþrótt, enda væri Kristnihaldið allt skrifað upp úr séra Arna að svo miklu leyti sem eitthvað 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.