Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar
irleitt ekki á sjálfan sig. Hann er helgidómur, - leyndardómur, sem ekki má
sýna neinum lifandi manni inn í.“
Þetta sagði meistarinn og kom illilega upp um sig. Hann opnar einmitt ekki
nokkrum lifandi manni sál sína þó hann sé sí og æ að skrifa um þennan
Þórberg Þórðarson.
Tökum t.d. bernskuárin. Þegar hann skrifar þetta um óttann, sem vitnað
er í hér að framan, var hann ungur og hrellingarnar voru honum í fersku
minni. En fyrst og fremst hentaði það honum í ritdeilu að muna eftir þeim.
En í endurminningabókunum frá æskuárunum kemur Þórbergur fram sæll
og glaður. En ánægt og hamingjusamt barn er ekki þjakað af sífelldum ótta.
Það er reyndar lenska að gamalt fólk fegri æsku sína í bókum. En þegar um
mann er að ræða er þykist jafn mikill vinur sannleikans og Þórbergur
skyldi maður halda að annað yrði uppi á teningnum.
Lítum svo á Ofvitann. Þórbergur ætlar að fyrirfara sér. En hættir við
vegna kulda. Hann er að deyja úr hungri og er í ástarsorg. Sjálfsmorðsferlið
er mjög flókið fyrirbæri. Ekki aðeins sorg heldur einnig reiði og árásar-
hvöt. En allt verður þetta svo dæmalaust skemmtilegt hjá Þórbergi og
næstum því fyndið. I þókinni einfaldar hann þetta sársaukafulla og marg-
breytilega hugarástand með skopi sínu. Sú mynd er hann dregur upp fyrir
lesendur af atburði sem átti að hafa gerst, er því í litlu samræmi við það
sem höfundurinn upplifði í raunveruleikanum. Lýsingin er að miklu leyti
fölsun. Og skortir þá dýpt og vídd sem er í mikilli list. Eins og hjá Chaplin
til að mynda. Hann er ekki minni spaugari en Þórbergur en gaman hans
sýnir okkur mannlífið frá öllum hliðum. Dýpkar tilfinningu okkar fyrir
gleði og harmleik örlaganna.
Meira að segja í Islenskum aðli, þar sem Þórbergur kemst næst því að
lýsa sálarkvöl og örvæntingu, skortir tilfinninguna fyllstu einlægni. Þór-
bergur hitti reyndar elskuna sína fyrir norðan eins og dagbækur hans
sanna. Og best gæti ég trúað að sá fundur hafi verið mikil auðmýking fyrir
hann. En Þórbergur hefur aldrei sagt neitt frá sjálfum sér sem hefur verið
honum verulega erfitt, stendur aldrei fyrir lesandanum varnarlaus í niður-
lægingu sinni. Hann skýlir sér alltaf bak við húmor og stíl. Kirkjugarð-
skaflinn í Ofvitanum er dæmi um það. Alveg sprenghlægilegur. Og þótti
djarfur. Þórbergur stærði sig jafnvel af kjarki sínum. Þá voru reyndar aðrir
tímar. En atvikið er svo sára saklaust og eðlilegt að þvíumlíkar uppákomur
endurtaka sig með hverri ungri kynslóð. Þess vegna hlæjum við og
skemmtum okkur. Það þarf engan sérstakan kjark, hreinskilni né einlægni
til að láta svona flakka. En ef allt hefði mistekist eða fyrsta lyfting hins
fyndna og andríka elskhuga hefði verið auðmýkjandi eða óhugnanleg á ein-
338
J