Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 112
Tímarit Máls og menningar milljóna manna. Hún semur kóreógrafíu þar sem veiðimennirnir og veiði- bráðin stíga dauðadans. Hún rissar myndir af rykugum flóttamannavegum og reyknum sem liðast upp af skorsteinunum. Hún fléttar saman á ein- stæðan hátt nakinni lýsingu á staðreyndum og mýstískum hugsýnum. I dulspeki gyðinga er því trúað að á hverjum tíma séu uppi „hinir 36 réttlátu" sem skynji kraftbirtingu guðdómsins í ásýnd hlutanna. I einu ljóða sinna lætur Nelly Sachs þessa 36 reika um borgarrúst í Póllandi. Hún sýnir logandi erkiengla sem varðmenn við hliðin að járnbrautarpöllunum og sækir varðengla til himins og lætur þá standa vörð gegn gleymskunni. „í djúpri gjá milli dagsins í dag og dagsins á morgun stendur hann varðengillinn málar með vængjunum sorgarleiftur en hendur hans halda björgunum sundur björgum dagsins í dag og dagsins á morgun eins og börmum á sári sem halda skal opnu enn er of snemmt að það grói“ Skáldin Celan, Bachmann, Enzenberger, Andersch og Kaschnitz skilja inntakið í ljóðum Nellyar. Og þegar skáldahópurinn kenndur við árið 47 hittist 1964 í Sigtuna í Svíþjóð er Nelly boðið að koma þangað og vera heiðursgestur. Aðrir þykjast aftur á móti sjá sáttfýsi í ljóðum skáldkonunn- ar og segja þau bera vitni um að allt sé orðið gott milli þjóðverja og gyð- ingý. Arið 1965 fær Nelly hin virtu friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda. Hún er laus af hælinu og býr í gömlu íbúðinni sinni í Stokkhólmi. Hún vegur aðeins 42 kíló. Þegar hún kemur til Þýskalands til að veita verðlaununum viðtöku eiga fréttamennirnir vart til orð til að lýsa hrifningunni á þessari fíngerðu veru þar sem hún situr í stól sem er alltof stór fyrir hana. Þáver- andi forseti sambandslýðveldisins, Lubke, þakkar henni fyrir þá „tryggð sem hún hefur auðsýnt átthögum sínum þrátt fyrir misréttið sem hún var beitt“. I greinargerð dómnefndarinnar stendur að verðlaunin hafi verið veitt fyrir skáldskap „friðar, fyrirgefningar og sáluhjálpar“. Hitt sjá menn ekki að hún er svo örþreytt að hún getur ekki hatað. Meðal almennings og á síðum dagblaðanna er hún kynnt sem „skáld gyðinglegra örlaga“. Daginn sem hún verður 75 ára, þann 10. desember 1966, hlýtur hún bókmenntaverðlaun Nóbels ásamt ísraelska rithöfundin- um Josef Agnon. Vikuritið „Spiegel" segir frá verðlaunaafhendingunni og lætur fylgja stuttaralegt ágrip af ævi skáldkonunnar og leynir sér ekki að 374
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.