Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 112
Tímarit Máls og menningar
milljóna manna. Hún semur kóreógrafíu þar sem veiðimennirnir og veiði-
bráðin stíga dauðadans. Hún rissar myndir af rykugum flóttamannavegum
og reyknum sem liðast upp af skorsteinunum. Hún fléttar saman á ein-
stæðan hátt nakinni lýsingu á staðreyndum og mýstískum hugsýnum.
I dulspeki gyðinga er því trúað að á hverjum tíma séu uppi „hinir 36
réttlátu" sem skynji kraftbirtingu guðdómsins í ásýnd hlutanna. I einu
ljóða sinna lætur Nelly Sachs þessa 36 reika um borgarrúst í Póllandi. Hún
sýnir logandi erkiengla sem varðmenn við hliðin að járnbrautarpöllunum
og sækir varðengla til himins og lætur þá standa vörð gegn gleymskunni.
„í djúpri gjá
milli dagsins í dag og dagsins á morgun
stendur hann varðengillinn
málar með vængjunum sorgarleiftur
en hendur hans halda björgunum sundur
björgum dagsins í dag og dagsins á morgun
eins og börmum á sári
sem halda skal opnu
enn er of snemmt að það grói“
Skáldin Celan, Bachmann, Enzenberger, Andersch og Kaschnitz skilja
inntakið í ljóðum Nellyar. Og þegar skáldahópurinn kenndur við árið 47
hittist 1964 í Sigtuna í Svíþjóð er Nelly boðið að koma þangað og vera
heiðursgestur. Aðrir þykjast aftur á móti sjá sáttfýsi í ljóðum skáldkonunn-
ar og segja þau bera vitni um að allt sé orðið gott milli þjóðverja og gyð-
ingý.
Arið 1965 fær Nelly hin virtu friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda. Hún
er laus af hælinu og býr í gömlu íbúðinni sinni í Stokkhólmi. Hún vegur
aðeins 42 kíló. Þegar hún kemur til Þýskalands til að veita verðlaununum
viðtöku eiga fréttamennirnir vart til orð til að lýsa hrifningunni á þessari
fíngerðu veru þar sem hún situr í stól sem er alltof stór fyrir hana. Þáver-
andi forseti sambandslýðveldisins, Lubke, þakkar henni fyrir þá „tryggð
sem hún hefur auðsýnt átthögum sínum þrátt fyrir misréttið sem hún var
beitt“. I greinargerð dómnefndarinnar stendur að verðlaunin hafi verið
veitt fyrir skáldskap „friðar, fyrirgefningar og sáluhjálpar“. Hitt sjá menn
ekki að hún er svo örþreytt að hún getur ekki hatað.
Meðal almennings og á síðum dagblaðanna er hún kynnt sem „skáld
gyðinglegra örlaga“. Daginn sem hún verður 75 ára, þann 10. desember
1966, hlýtur hún bókmenntaverðlaun Nóbels ásamt ísraelska rithöfundin-
um Josef Agnon. Vikuritið „Spiegel" segir frá verðlaunaafhendingunni og
lætur fylgja stuttaralegt ágrip af ævi skáldkonunnar og leynir sér ekki að
374