Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
fremstur: fæddur 12. mars, skírður 28. sama mánaðar. Færslan er með
hendi séra Jóhanns Knúts Benediktssonar, en hann virðist hafa þjónað
Kálfafellsstað til fardaga 1888; að minnsta kosti færir hann prestsþjón-
ustubókina til 29. maí það ár. Þá tekur við séra Sveinn Eiríksson sem áð-
ur sat að Sandfelli í Oræfum. Hann fékk veitingu fyrir Kálfafellsstað 24.
nóv. 1887.
Þórbergur segir á einum stað: „Presturinn, sem skírði mig, var séra
Sveinn Eiríksson . . . og ég var fyrsta barnið, sem hann skírði í Suður-
sveit. Svo var mér sagt“ (I Suðursveit, bls. 22). Raunar hefði ég ályktað
af líkum að séra Jóhann Knútur hefði skírt strákinn, en ekkert er því til
fyrirstöðu að séra Sveinn hafi verið á ferð í Suðursveit í lok mars og þá
skírt Þórberg, þótt séra Jóhann Knútur færði síðan nafn hans inn í
kirkjubókina. Væri Þórbergur aftur á móti fæddur 1889 fær það ekki
staðist, að hann hafi verið fyrsta barnið sem séra Sveinn skírði í Suður-
sveit, því að þar koma önnur börn í milli sem séra Sveinn hefur augljós-
lega skírt, eins og sjá má í prestsþjónustubók Kálfafellsstaðar. Þá væri
einnig torskilið hvers vegna séra Jóhann Knútur færir nafn skírnar-
barnsins til bókar, því 28. mars 1889 hefur séra Sveinn verið tekinn við
kallinu fyrir þrem ársfjórðungum.
Þriðji í röð fæddra sveina í Suðursveit 1888 er Ragnar Þórarinsson
(Steinssonar), fæddur 26. maí. Þeir voru bræðrasynir Þórbergur og hann
og leikfélagar frá blautu barnsbeini. Þórbergur minnist víða í bókum
sínum á Ragnar frænda sinn og segir: „Við vorum jafnaldrar" (I Suður-
sveit, bls. 311). Fyrst við höfum þarna orð Þórbergs sjálfs fyrir því, að
þeir Ragnar hafi verið jafnaldrar, er rétt að athuga fleiri rök fyrir að
Ragnar hafi verið fæddur 1888 og þar með Þórbergur.
Hinn 21. maí 1888 lést af barnsförum Ragnhildur Steinsdóttir á Gerði,
föðursystir Ragnars. Hún var jarðsett 29. maí. Hinn sama dag var Ragn-
ar vatni ausinn þriggja daga gamall. Liggur í augum uppi að hann hefur
verið skírður við kistu Ragnhildar og látinn heita eftir henni. Til að
styðjast ekki við getgátu eina hringdi ég hinn 31. júlí s.l. til bræðranna
Sigurjóns og Baldurs Jónssona á Höfn í Hornafirði. Þeir eru systursynir
Ragnars: synir Lússíu Þórarinsdóttur sem lengi bjó á Smyrlabjörgum í
Suðursveit og enn er á lífi, en farin að heilsu. Eg spurði þá án þess að
geta um hvers vegna ég spyrði, hvort þeir hefðu heyrt minnst á hvaðan
nafn Ragnars móðurbróður þeirra væri komið. Baldur svaraði af bragði
að sér hefði verið sagt, að hann hefði verið látinn heita eftir Ragnhildi
Steinsdóttur. Eg spurði Sigurjón hvort hann vissi hve mikill aldursmun-
ur væri á þeim systkinum, Ragnari og Lússíu. Hann svaraði: 11 ár. Lússía
er fædd 1899. Nú kom á daginn að þeir bræður höfðu tiltæka afmælis-
330