Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 68
Tímarit Máls og menningar fremstur: fæddur 12. mars, skírður 28. sama mánaðar. Færslan er með hendi séra Jóhanns Knúts Benediktssonar, en hann virðist hafa þjónað Kálfafellsstað til fardaga 1888; að minnsta kosti færir hann prestsþjón- ustubókina til 29. maí það ár. Þá tekur við séra Sveinn Eiríksson sem áð- ur sat að Sandfelli í Oræfum. Hann fékk veitingu fyrir Kálfafellsstað 24. nóv. 1887. Þórbergur segir á einum stað: „Presturinn, sem skírði mig, var séra Sveinn Eiríksson . . . og ég var fyrsta barnið, sem hann skírði í Suður- sveit. Svo var mér sagt“ (I Suðursveit, bls. 22). Raunar hefði ég ályktað af líkum að séra Jóhann Knútur hefði skírt strákinn, en ekkert er því til fyrirstöðu að séra Sveinn hafi verið á ferð í Suðursveit í lok mars og þá skírt Þórberg, þótt séra Jóhann Knútur færði síðan nafn hans inn í kirkjubókina. Væri Þórbergur aftur á móti fæddur 1889 fær það ekki staðist, að hann hafi verið fyrsta barnið sem séra Sveinn skírði í Suður- sveit, því að þar koma önnur börn í milli sem séra Sveinn hefur augljós- lega skírt, eins og sjá má í prestsþjónustubók Kálfafellsstaðar. Þá væri einnig torskilið hvers vegna séra Jóhann Knútur færir nafn skírnar- barnsins til bókar, því 28. mars 1889 hefur séra Sveinn verið tekinn við kallinu fyrir þrem ársfjórðungum. Þriðji í röð fæddra sveina í Suðursveit 1888 er Ragnar Þórarinsson (Steinssonar), fæddur 26. maí. Þeir voru bræðrasynir Þórbergur og hann og leikfélagar frá blautu barnsbeini. Þórbergur minnist víða í bókum sínum á Ragnar frænda sinn og segir: „Við vorum jafnaldrar" (I Suður- sveit, bls. 311). Fyrst við höfum þarna orð Þórbergs sjálfs fyrir því, að þeir Ragnar hafi verið jafnaldrar, er rétt að athuga fleiri rök fyrir að Ragnar hafi verið fæddur 1888 og þar með Þórbergur. Hinn 21. maí 1888 lést af barnsförum Ragnhildur Steinsdóttir á Gerði, föðursystir Ragnars. Hún var jarðsett 29. maí. Hinn sama dag var Ragn- ar vatni ausinn þriggja daga gamall. Liggur í augum uppi að hann hefur verið skírður við kistu Ragnhildar og látinn heita eftir henni. Til að styðjast ekki við getgátu eina hringdi ég hinn 31. júlí s.l. til bræðranna Sigurjóns og Baldurs Jónssona á Höfn í Hornafirði. Þeir eru systursynir Ragnars: synir Lússíu Þórarinsdóttur sem lengi bjó á Smyrlabjörgum í Suðursveit og enn er á lífi, en farin að heilsu. Eg spurði þá án þess að geta um hvers vegna ég spyrði, hvort þeir hefðu heyrt minnst á hvaðan nafn Ragnars móðurbróður þeirra væri komið. Baldur svaraði af bragði að sér hefði verið sagt, að hann hefði verið látinn heita eftir Ragnhildi Steinsdóttur. Eg spurði Sigurjón hvort hann vissi hve mikill aldursmun- ur væri á þeim systkinum, Ragnari og Lússíu. Hann svaraði: 11 ár. Lússía er fædd 1899. Nú kom á daginn að þeir bræður höfðu tiltæka afmælis- 330
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.