Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 74
Sigurður Þór Guðjónsson Var Þórbergur ofviti í alvörunni? Ég ætla að beina athyglinni að nokkrum þáttum í skapgerð Þórbergs er birtast sem veikleikar hans sem rithöfundar. Þetta eru þó aðeins hugdettur og algerlega óunnar því til þess hef ég hvorki vilja né aðstæður. En þær hafa sótt á mig sem lesanda í seinni tíð. Og ég ætla að láta þær flakka. Kannski þykir ræðan nokkuð afdráttarlaus og beint af augum, en þar sem ég boða engan sannleik heldur endurskoðun, kemur það varla mikið að sök. Tæpast fer á milli mála að sem barn og langt fram á fullorðinsár átti Þór- bergur við erfiðleika að stríða, sem nú á dögum yrðu jafnvel nefndir „geð- ræn vandkvæði". Þetta blasir við af skrifum hans. Ritgerðin „Ljós úr austri" lýsir beinlínis einhvers konar andlegu niðurbroti. Dagbækur Þór- bergs og sendibréf frá svipuðum tíma, sem nú er byrjað að prenta, gefa til kynna mikið andlegt ójafnvægi. Og hrollvekjurnar í Bréfi til Láru eiga sér efalaust rætur í óhugnanlegri lífsreynslu. Þá tala játningar Þórbergs í „Lif- andi kristindómur og ég“ skýru máli um þetta. Þar segir: „A æskuárum mínum þjáðist ég af þrotlausum ótta. Eg var hræddur við illhveli. Ég var hræddur við orma, pöddur og ála. Ég var hræddur við of- viðri. Ég var hræddur við guðræknisiðkanir. Ég var hræddur við mýs og 'stórhyrnda hrúta. Ég var hræddur við sóttir og dauða. Ég var hræddur við lík. Ég var hræddur við naut. Ég var hræddur við myrkrið. Ég var hræddur við illa anda. En hræddastur var ég þó við mennina." Og Þórbergur forðaðist sveitunga sína og fannst hann vera „boðflenna frá fjarlægum hnetti sem ekki átti heima í þessum mannsöfnuði.“ Það segir sig sjálft að barn, sem er haldið þvílíkum ótta að það myndar ekki eðlileg tengsl við aðra, er ekki hamingjusamt. Eitthvað í lífsreynslu þess er sárt og ógnandi. Það verður innhverft og mannfælið. Flýr inn í heim ímyndunar- aflsins og verður þar kóngur í eigin ríki. Og þegar um er að ræða sérstak- lega greindan og næman krakka með mikla skáldgáfu, er ekki að furða þó þessi einangrun hafi stuðlað bæði að sérkennilegri sköpunargáfu og vissum 336
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.