Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 127
fellur ástundarleysi mannsins æ ver uns
hún slítur við hann samvistum. Maður-
inn fregnar að hann hafi erft hús á Is-
landi eftir afabróður sinn og flyst heim
að vitja þess. Farartæki hans yfir hafið
er selur. A Islandi finnur hann húsið og
dóttur sem hann vissi ekki fyrr að hann
ætti. í lokin heldur maðurinn norður í
land ásamt dóttur sinni og afa aftur-
gengnum til að selja uppfinningar og
ganga þau öll í sömu hlíðina og forfeður
þeirra.
Söguþráðurinn sem hér hefur verið
rakinn er ekki eini burðarásinn í
Skuggaboxi. Þar koma einnig til þættir á
borð við vísanir, stíl og fyndni sem vega
þungt. Hinn laust ofni söguþráður og
óglöggar útlínur persóna eru einkenni
sem ganga þvert á hefð raunsæis og
tengja söguna módernisma (sjálfsagt
síð-). Auk þess sem Skuggabox er mód-
ernísk skáldsaga, þá hefur hún sterkar
rætur í íslenskri sögu og bókmenntum,
eins og mörg önnur skáldverk Þórarins.
Ættir, afturgöngur
Skuggabox er að nokkru leyti flókin
saga, og byggist það einkum á persónu-
sköpuninni. Persónur taka á sig marg-
víslegar myndir, kannski sumpart vegna
þess að þeim er ætlað að vera á mörkum
hins raunverulega, sumpart af því að
þær birtast í margbreytilegu samhengi.
Annað sem flækir málin er að margar
persónur heita sama nafni, svipað og í
Islendingasögum. Hér eru það einkum
nöfnin Onundur og Rósa sem eru end-
urtekin í sífellu innan ættar. I sögunni
koma raunar fram tvær ættir og fylgir
hvorri um sig ættarnafn. Annað er
Kjögx, hitt Napp.
Sagan hefst á frásögn um landnáms-
jörðina Hlíð í Ódal, þar sem sama ætt
hefur búið mann fram af manni. I kafl-
anum er vísað til sjónarhorns ferða-
manns sem fræðist af ferðamannahand-
bókinni Förunautinum og minnir þessi
inngangur á fyrsta kaflann í Sjálfstœdu
fólki eftir Halldór Laxness. Hjónin sem
búa í Hlíð heita Önundur og Rósa.
Þeim hefur ekki orðið barna auðið og
bóndi tekur því fjarri að þau ættleiði
barn úr fjarlægu heimshorni, t.d. Kóreu
(8-9). Þá kemur forfaðir hans land-
námsmaðurinn Önundur brauðfótur til
konunnar í draumi og gerir henni barn
sem gerjast sem brauð og er bakað í
ofni. Önundar sögunnar eru reyndar
margir kenndir við fót, svo sem hagfót-
ur (141), túnfótur (25) og flugufótur
(171) en þó hvergi tréfótur eins og Ön-
undur tréfótur Ófeigsson burlufóts í
Grettis sögu. Sonur Hlíðarhjóna er
nefndur Önundur yngsti (6).
Tengsl söguhetjunnar, Korts Kjögx,
við fólkið í Hlíð eru ekki glögg. Hann
er af ætt þeirra enda gengur hann dauð-
ur í hlíðina eins og aðrir ættmenn, en
nánar verða tengslin varla skilgreind.
Benda má á að Kort Kjögx og sænsk
kona hans, Ulla að nafni, ættleiða kór-
eskt barn, en áður var minnst á töku-
barn frá Kóreu í sambandi við hjónin í
Hlíð. Faktor einn í ætt Kjögxa hét Sor-
en og átti hús það sem Kort erfir eftir
Njál Kjögx afabróður sinn; annar Soren
er vinnumaður hjá Önundi og Rósu í
Hlíð, og ekki er útilokað að það sé sami
maður. Þá skal bent á, að hjónin í Hlíð
virðast vera nokkurn veginn samtíða
Korti, því Rósa í Hlíð hafði áður verið
unnusta Kolla mix (sbr. 97) sem er
kunningi Korts. Hugsast getur að Ön-
undur hóndi í Hlíð og Kort Kjögx séu
einn og sami maður.
389