Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 127
 fellur ástundarleysi mannsins æ ver uns hún slítur við hann samvistum. Maður- inn fregnar að hann hafi erft hús á Is- landi eftir afabróður sinn og flyst heim að vitja þess. Farartæki hans yfir hafið er selur. A Islandi finnur hann húsið og dóttur sem hann vissi ekki fyrr að hann ætti. í lokin heldur maðurinn norður í land ásamt dóttur sinni og afa aftur- gengnum til að selja uppfinningar og ganga þau öll í sömu hlíðina og forfeður þeirra. Söguþráðurinn sem hér hefur verið rakinn er ekki eini burðarásinn í Skuggaboxi. Þar koma einnig til þættir á borð við vísanir, stíl og fyndni sem vega þungt. Hinn laust ofni söguþráður og óglöggar útlínur persóna eru einkenni sem ganga þvert á hefð raunsæis og tengja söguna módernisma (sjálfsagt síð-). Auk þess sem Skuggabox er mód- ernísk skáldsaga, þá hefur hún sterkar rætur í íslenskri sögu og bókmenntum, eins og mörg önnur skáldverk Þórarins. Ættir, afturgöngur Skuggabox er að nokkru leyti flókin saga, og byggist það einkum á persónu- sköpuninni. Persónur taka á sig marg- víslegar myndir, kannski sumpart vegna þess að þeim er ætlað að vera á mörkum hins raunverulega, sumpart af því að þær birtast í margbreytilegu samhengi. Annað sem flækir málin er að margar persónur heita sama nafni, svipað og í Islendingasögum. Hér eru það einkum nöfnin Onundur og Rósa sem eru end- urtekin í sífellu innan ættar. I sögunni koma raunar fram tvær ættir og fylgir hvorri um sig ættarnafn. Annað er Kjögx, hitt Napp. Sagan hefst á frásögn um landnáms- jörðina Hlíð í Ódal, þar sem sama ætt hefur búið mann fram af manni. I kafl- anum er vísað til sjónarhorns ferða- manns sem fræðist af ferðamannahand- bókinni Förunautinum og minnir þessi inngangur á fyrsta kaflann í Sjálfstœdu fólki eftir Halldór Laxness. Hjónin sem búa í Hlíð heita Önundur og Rósa. Þeim hefur ekki orðið barna auðið og bóndi tekur því fjarri að þau ættleiði barn úr fjarlægu heimshorni, t.d. Kóreu (8-9). Þá kemur forfaðir hans land- námsmaðurinn Önundur brauðfótur til konunnar í draumi og gerir henni barn sem gerjast sem brauð og er bakað í ofni. Önundar sögunnar eru reyndar margir kenndir við fót, svo sem hagfót- ur (141), túnfótur (25) og flugufótur (171) en þó hvergi tréfótur eins og Ön- undur tréfótur Ófeigsson burlufóts í Grettis sögu. Sonur Hlíðarhjóna er nefndur Önundur yngsti (6). Tengsl söguhetjunnar, Korts Kjögx, við fólkið í Hlíð eru ekki glögg. Hann er af ætt þeirra enda gengur hann dauð- ur í hlíðina eins og aðrir ættmenn, en nánar verða tengslin varla skilgreind. Benda má á að Kort Kjögx og sænsk kona hans, Ulla að nafni, ættleiða kór- eskt barn, en áður var minnst á töku- barn frá Kóreu í sambandi við hjónin í Hlíð. Faktor einn í ætt Kjögxa hét Sor- en og átti hús það sem Kort erfir eftir Njál Kjögx afabróður sinn; annar Soren er vinnumaður hjá Önundi og Rósu í Hlíð, og ekki er útilokað að það sé sami maður. Þá skal bent á, að hjónin í Hlíð virðast vera nokkurn veginn samtíða Korti, því Rósa í Hlíð hafði áður verið unnusta Kolla mix (sbr. 97) sem er kunningi Korts. Hugsast getur að Ön- undur hóndi í Hlíð og Kort Kjögx séu einn og sami maður. 389
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.