Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 31
Brotin heimsmynd röð þeirra atburða sem málið varða. Hins vegar skarast efnisþættirnir í tíma og því er oft sagt er frá sama tímabilinu á fleiri en einum stað og jafnvel með töluverðu millibili.3 Þetta verður til þess að frásögnin er brotakennd og oft erfitt að glöggva sig á tímanum, en önnur ástæða fyrir því er að í söguna eru löng innskot þar sem sagt er frá persónum sem koma sögu Þór- bergs mismikið við, á sama hátt og í Islenzkum aðli. Það er ekki að ástæðulausu sem sögumaður kallar Ofvitann sálarlýsingu. Eitt af megineinkennum bókarinnar er að frásagnarhátturinn í hinum sjálfsævisögulega kjarna hennar er mjög huglægur. Helstu undantekningar frá því eru áðurnefnd innskot, veðurfars- og staðalýsingar og fjöldi mann- lýsinga, til dæmis þeirra kumpána sem nefndir eru Baðstofufélagarnir (78- 98). Mest er þó dvalið við að segja frá viðbrögðum Þórbergs unga við heiminum, tilfinningum hans og vandamálum, lærdómi og þroska. Þessir þættir eru einnig áberandi í íslenzkum aðli en þar er frásögnin þó ekki jafn innhverf vegna þess að meiri áhersla er lögð á að segja frá rás ytri atburða, þeim ævintýrum sem Þórbergur lendir í. Þó er alltaf lagður persónulegur dómur á frásagnaratriðin, jafnt þau sem tilheyra aðal söguþræðinum og innskotsköflunum. Það er fyrst og fremst verið að segja frá einni hugveru, reynslulausum pilti sem upplifir heiminn, kynnist honum og þroskast smátt og smátt. Aðalpersóna verkanna tveggja er þó ekki aðeins þessi reynslulausi piltur, heldur líka sögumaðurinn sem stjórnar frásögninni, segir frá upplifun sinni og hefur skoðun á henni. Hann getur litið til baka og skoðað æskuár sín og þroskaferil úr fjarlægð, þar sem áratugir eru á milli sögutíma og ritunartíma verkanna. „Þórbergar" bókanna eru því tveir og nokkuð ólíkir; sögumað- urinn sem segir frá og sögupersónan sem sagt er frá. Sá aðstöðumunur þessara tveggja sem skapast af fjarlægð í tíma er mjög áberandi í Islenzkum uðli og Ofvitanum. Sögumaðurinn hefur það fram yfir sögupersónu sína að hafa yfirsýn og hann hefur þau forréttindi að geta komið skoðunum sínum óbrengluðum á framfæri. Það er því hans heimsskoðun sem birtist í verk- unum þótt hann sé að segja frá lífi og afstöðu síns yngra sjálfs og það er ekkert reynt að breiða yfir hversu hlutdrægur hann er. Þvert á móti dregur hann athyglina oft að sjálfum sér og bilinu milli sögutíma og ritunartíma bókanna. Nú er það ekki óvenjulegt að langur tími líði milli atburða og skrásetn- ingar og heldur ekki að skrásetjarinn leggi út af atburðunum í ljósi síðari tíma reynslu og skilnings. Samt er mikill hluti frásagna Þórbergs undir allt öðru sjónarhorni en hefðbundnar sjálfsævisögur. Það er þekkt hugmynd að með ævisögum sé verið að búa til heildstæða lýsingu á mannsævinni með skipulegri og hlutlægri frásögn þar sem forðast er að raska jafnvægi heild- 293
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.