Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 88
Tímarit Máls og menningar ljóðið, komi því ekkert við sem slíku. Eg er því hjartanlega sammála. Hitt er annað mál að persónur og leikendur ljóðsins, eða öllu heldur hlutverkin í ljóðinu, skipta afar miklu máli. I fyrsta erindi er Ijóðið sviðsett; sviðið er djúpur dalur umkringdur fjöll- um, það er nótt. Persóna ljóðsins er hryggur sveinn. Sviðsetningin er hnitmiðuð og allt annars eðlis en sviðsetning Gttnnarshólma, hér er náttúr- an stílfærð: einn hraundrangi, ein stjarna, djúpur dalur. Inngangurinn boð- ar að það er ekki „raunsæilegt“, úthverft frásagnarljóð sem á eftir fer, held- ur táknrænt og innhverft ljóð. I öðru og þriðja erindi er þetta undirstrikað enn betur. Ungi maðurinn frá fyrsta erindi talar hér í fyrstu persónu og tekur þar með við hlutverki bæði höfundar og ljóðmælanda38. Hann segir: Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Hvað er átt við með „hlekkjum hugar“? Það má túlka margvíslega en þeir tveir leshættir sem liggja beinast við eru: „ég brýt af mér fjötra siðferðis- boða og -banna og fleygi mér í faðm þinn“ eða „ég brýt af mér fjötra raun- veruleikans og fleygi mér í faðm þinn í ímyndun minni“. Ég vel síðari les- háttinn sem leiðir til hinnar þráðu, ímynduðu, sameiningar sem lýst er í þriðja erindinu: Sökkvi eg mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. Viðtengingarháttur fyrri hlutans39 lýsir óskinni og þránni eftir hinni full- komnu sameiningu eða samruna tveggja einstaklinga: „mín“ og „þín“. En þessi ástríðufulla tjáning lýsir ekki fundi tveggja persóna. „Þú“ hefur „faðm“, „sál“, „líf“ sem ég þrái að „sökkva mér í“, „vera í“, „lifa í“. Og í síðari hluta erindisins hefur þessi ósk ræst. Guð elskar stúlkuna og það er sveinninn sem tekur við þeirri ást. Hann er orðinn sál hennar, líf hennar - en hvað er orðið af henni? Hún er aðeins gagnsær hjúpur eða umgjörð sem ást guðs stöðvast ekki við. Hin heita ósk um að „þú“ sért til, og að til sé ást sem getur hafið sig yfir afmarkanir sjálfs og líkama, leiðir ekki til sameiningar „mín“ og „þín“ heldur til þess að „ég-ið“ leggur undir sig viðfangið og eyðir því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.