Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 44
hlýða á Hómer eða eitthvert annað
harmleikjaskáld sem er að herma eftir
einhverri hetju sem í angist flytur
langa raunatölu eða syngur harmasöng
berjandi á brjóst sér, þá veistu að við
njótum þess og við gefum sjálfa okkur
skáldskapnum á vald og þjáumst með
hetjunni. Og við lofum af heilum hug
snilld skáldsins sem hrærði okkur svo
mjög. (605 C-D).
Og örlitlu síðar:
Ef þú hefur hugfast að þessi hluti sál-
arinnar sem hefur verið haldið niðri
með valdi í okkar eigin raunum og
þyrstir í tár, gnótt kveinstafa og svöl-
un, enda liggur þrá eftir þvíumlíku í
eðli hans, er sami hlutinn og skáldin
veita nú fullnægju og gleði. En það í
okkur sem í eðli sínu er best hefur ekki
verið nægilega alið upp í röksemdum
og háttsemi og slakar því á gæslunni á
þessum harmþrungna hluta, enda eru
það annars manns þjáningar sem það
horfir upp á. Og þegar einhver annar
maður sem kveðst vera góður barmar
sér óhæfilega, skammast þessi hluti
okkar sín ekkert fyrir að hrífast af hon-
um og vorkenna honum. Hann telur sig
þvert á móti hafa ávinning af þessu,
það er að segja ánægju, og vildi ekki
verða sviptur henni með því að hafna
skáldverkinu í heild sinni með fyrir-
litningu. (606 A-B)
Lokaorðin um skáldskapinn eru sérstak-
lega athyglisverð. Þeir Sókrates og við-
mælendur hans telja hugsanlegt að
skáldskapurinn geti komið með einhverj-
ar málsbætur fyrir sig þannig að athug-
andi verði að hleypa honum aftur inn í
ríkið. En hann varar eigi að síður enn við
því að ekki megi gangast upp í skáld-
skapnum og taka hann mjög alvarlega.
Platón lætur Sókrates segja:
„Það verður okkur léttir ef [skáldskap-
urinn] reynist alsannur og algóður. En
svo lengi sem hann getur enga máls-
vörn borið fram, syngjum við með
sjálfum okkur þessar röksemdir okkar
sem varnarseið á meðan við hlýðum á
hann og gætum okkar á þessari barna-
legu ást almennings. Við höfum alltént
orðið þess áskynja að ekki má verða
hugfanginn af þessum skáldskap eins
og hann sé eitthvað sem höndlar sann-
leikann og sé full alvara.“ (608 A)
Heimspeki og skáldskapur í
Aþenu á dögum Platóns
Látum þetta nægja sem endursögn á máli
Platóns og snúum okkur að því að skoða
hvað að baki býr. Það er athyglisvert hve
Platón tekur skáldin alvarlega. Hann trúir
því greinilega að fólki hætti til að leggja
trúnað á sögur sem skáld segja og fá þann-
ig alls kyns ranghugmyndir um hin mik-
ilsverðustu efni. Hann finnur málverkum
af iðnaðarmönnum það til forráttu að þau
sýni villandi og yfirborðslega mynd af
starfi þeirra og list, og hann ásakar Hómer
og önnur skáld fyrir að hafa ekki tekist að
kenna mönnunum neitt nýtilegt. Okkur
nútímamönnum kann að virðast allt þetta
fullkomlega ósanngjamt og byggt á mis-
skilningi á eðli og tilgangi skáldskapar og
lista. Það stóð aldrei til, segjum við, að
læra skósmíðar af málverkum eða hem-
aðarlist af sagnaskáldi.
En Platón var uppi á tímum, þar sem
skáldin voru sennilega tekin alvarlegar
sem fræðarar, uppalendur og siðferðileg
leiðarljós en nú á dögum. Meðal Grikkja
á dögum Platóns þóttu það sjálfsögð sann-
42
TMM 1990:1