Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 65
með sjálfri sér að hann gæti aldrei lært þótt færustu lærimeistarar heims hefðu hann í læri árum saman. Bara ef það væri ekki allt svo lítilmótlegt og léttvægt. Hún horfði á svartan fugl sem blakaði vængjunum á nakinni grein. Hún dáðist að þessum svörtu fuglum og hafði yndi af að fylgja þeim eftir með augunum. Vissi samt vel að það var ekkert sem hét að vera frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Þeir voru bundnir böndum náttúrunnar, nema ef vera kynni örninn. Var hann í raun og veru frjáls? Hún kipptist við. „Kona, ég ætlast til að þú gætir að þessum hlutum.“ Röddin var hörkuleg og hann var æstur. Hann sat við stýrið og veiðistangirnar tvær höfðu rekist í greinar og slegist til. Vonandi ekki bognað? Hún greip um þær og fékk hjartslátt. Yrði þetta til þess að hann yrði uppstökkur í allan dag? Henni hraus hugur við. Gærdagurinn hafði verið erfiður. Um kvöldið hafði hann síðan beltað hana niður á fletið og refsað henni. Auðmýkingin var sár og líkaminn var enn aumur og marinn. Nokkrum sinnum hafði hún orðið að mjaka bakhlutanum til og frá því að það var sárt að sitja á harðri þóftunni. Þá hafði hann brosað eins konar brosi. Rétt eins og hann hugsaði: „Þér var nær, þú áttir þetta skilið.“ Hvað hafði hún brotið af sér? Jú, það var korktrekkjarinn. Hún hafði gleymt honum og hann varð að nota hníf til þess að opna rauðvínsflöskuna. Hann drakk hana einn — í refsingarskyni. Sat við eldinn, kaldur, harður og drakk. Hún hafði bætt á eldinn, sótti meiri við og beið þess sem verða vildi. Hún elskaði þessa loga, gat setið endalaust og horft á glóandi kynjamyndirnar. Helst hefði hún viljað lesa en það þorði hún aldrei nema hann væri að heiman. Og refsingin beið hennar. Nei, þær höfðu ekki bognað. Henni létti. Hún brosti meira að segja til hans: „Mér þykir þetta leitt, en ég var annars hugar.“ „Þú hefur alltaf afsakanir fyrir öllu,“ sagði hann gremjulega. Hún reyndi nú að hafa hugann við bátinn og umhverfið og lét í ljós gleði þegar hann veiddi dálítinn titt. Það rumdi í honum eins og stórum bimi. Stundum fannst henni að hann hlyti að vita allt um hana, einnig innstu hugrenningar. Fyndi allt á sér. Hann veiddi líka allt upp úr henni enda talaði hún við fáa og skorti alla reynslu í að færa rök fyrir máli sínu. Hann vissi TMM 1990:1 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.