Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 20
að gegn því að þekkingin breyttist
ábyrgðarlaust í gereyðingarvopn. f>að er
tvímælalaust mörgum sinnum áhrifa-
meira að aðhafast á vettvangi orsakanna
heldur en bregðast einungis við afleiðing-
unum: Afleiðingum verður venjulega að-
eins svarað með samskonar tækjum,
ámóta ósiðlegum. Sé haldið inn á þá
braut, verður fræjum ábyrgðarleysis sáð
enn víðar en áður og þannig breiðist út
það eitur sem alræðið þrífst á.
Ég er fylgismaður „andpóli-
tískrar stjórnmálastefnu“. . .
Ég er fylgismaður „andpólitískrar
stjómmálastefnu", þ.e.a.s. ég vil stefnu
sem ekki væri valdatækni og valdbeiting,
ekki drottinvald stýrifræðinnar yfir fólki,
ekki list þess marksækna, ekki list henti-
semi og bellibragða, heldur pólitík sem
væri aðferð til að finna og ná innihalds-
ríku lífi, vemda það líf og þjóna því. Þá
væri pólitíkin orðin að list hagnýtrar sið-
gæðisstefnu og þerna sannleikans, um-
hyggjusemi fyrir meðbræðrum okkar sem
væri í frumdráttum sínum mannleg og
aðlöguð að því sem mannlegt er. Ég geri
ráð fyrir því að þessi afstaða sé í meira
lagi óhagnýt í þessum heimi og erfitt að
beita henni í hversdagslífinu. Ég þekki
samt engan kost betri.
5
Eftir að ég var dæmdur og afplánaði refs-
ingu, fékk ég að reyna á eigin skrokki
mikilvægi alþjóðasamhugar og bætandi
afl hans. Ævinlega verð ég þakklátur fyrir
allt sem látið var í ljós af því tagi. Samt
held ég ekki að við, sem reynum að segja
18
sannleikann upphátt við okkar kringum-
stæður, séum í svo illri aðstöðu að hlut-
skipti okkar verði endalaust að biðja og
vænta hjálpar en geta aldrei veitt neitt á
móti.
Ég er reyndar sannfærður um að þeir
sem á sovésku áhrifasvæði nefnast „and-
ófsmenn“ fari í gegnum sérstaka tegund
nútímareynslu, þeir öðlist reynslu af lífi
við ysta vígi ómennskuvalds nútímans.
Sem slíkur hefur þessi „andófsmaður"
tækifæri og ber beinlínis skylda til að
íhuga þessa reynslu, vitna um hana og
miðla henni til þeirra sem eru svo heppnir
að sleppa undan henni. Við eigum þess
líka kost að veita þeim lið með ákveðnum
hætti sem hjálpa okkur, veita þeim lið í
okkar djúpstæðu sameiginlegu þágu, í
þágu mannsins.
Atriði sem sköpum skiptir í þessari
reynslu er að kostur gefst á því sem ég
nefndi „andpólitíska stjórnmálastefnu"
og hún getur haft sitt að segja, enda þótt
það liggi í eðli hennar að hún getur ekki
lagt neinn árangur á borðið fyrirfram.
Áhrifin liggja vitaskuld á allt öðru sviði
en því sem Vesturlönd meta sem árangur
í stjómmálum. Hér er um að ræða dulin
og óbein áhrif sem verka á löngum tíma
og þau er býsna erfitt að mæla. Oft á
tíðum eru áhrifin ekki annarstaðar að
verki en á ósýnilegu sviði félagslegrar
vitundar, samviskunnar og dulvitundar-
innar. Það kann að vera hartnær útilokað
að sjá hvaða þýðingu þessi viðleitni hefur
þar og í hvaða mæli hún hefur áhrif á
hugsanlegar umbreytingar á þjóðfélag-
inu. Það sýnir sig samt — og það tel ég
grundvallaratriði — að einstaklingur sem
virðist valdalaus en ræðst í að tala þrumu-
raust sannleikans og leggur allt sitt í söl-
TMM 1990:1
J