Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 97
framan áheyrendur — yrkja glænýtt drótt- kvæði upp úr sér með sama hraða og tekur að flytja það: Né djúp- akörn drápu dolgs, vamms, firum glamma stríðkviðjendum, stöðvar stall við rastar -falli. . . Þessi skáldskapur byggðist á milli tækni, talsvert miklu flóknari en tækni suður- slafnesku skáldanna, að því best verður séð, en markmið hennar var ekki að gera hirð- skáldunum kleift að spinna upp kvæði í munnlegum flutningi, því Óðinn einn var þeirri íþrótt búinn að hann „mælti allt hend- ingum“: með því að beita tækninni áttu þau þvert á móti að meitla og fága í góðu tómi kvæði sem stæðist allar kröfur þessarar list- ar og festa það orðrétt sér í minni, þannig að þau gætu flutt það þegar þau fengju hljóð eða flutnings væri óskað. Þessari skáld- skaparlist hlaut því að fylgja mjög mikill utanaðlærdómur: skáldin urðu ekki aðeins að kunna sín eigin kvæði heldur byggðist færleikur þeirra í ljóðasmíð á því að þau hefðu einnig lært og tileinkað sér verk ann- arra skálda. Þetta er víst nokkuð skýrt, en við það má bæta öðru sem ætti einnig að liggja í augum uppi: konungar höfðu hjá sér skáld, ekki aðeins til að þau skemmtu hirð- inni heldur líka til þess að þau víðfrægðu afrek þeirra í kvæðum sínum — þ.e.a.s. vegna áróðursgildis kvæðanna eins og menn myndu segja nú á dögum. Þetta áróð- ursgildi byggist á því að til sé „upprunalegt kvæði“ — „réttur frumtexti“ — sem menn læri utanað og útbreiði, ef þeim finnst verk- ið nógu gott, því ef kvæðin verða til í hvert skipti sem þau eru flutt og kvæðahefðin er sífljótandi (þannig að t.d. hetjur geti orðið að skúrkum og öfugt), hafa þau ekkert gildi í sjálfu sér sem vitnisburður ákveðins skálds um ákveðna atburði. Við slíkar að- stæður dygði skammt fyrir konung að laða til sín skáld — hann yrði fremur að gera út af örkinni kveðandi áróðursmenn, því áróð- ursgildi kvæðis væri bundið við flutning- inn, þegar það yrði til. Þetta bendir einnig allt í þá átt, að við hliðina á skáldunum hafi verið til hópar áhugamanna sem lærðu kvæði þeirra, fluttu þau og kenndu öðrum, annars hefðu hirðskáldin naumast getað lært listina og komið fram sem slík og ekki getað rækt sitt hlutverk. En hvað sannar þetta? Gísli virðist álíta, að það sé næsta lítið, því hann vísar á bug öllum tilvísunum til dróttkvæða í þessum umræðum um eddukvæði: „hér er um ólíkar kveðskapargreinar að ræða og um varð- veislu þeirra gilda ólík lögmál" (bls. 398). Að vísu, en maður skyldi þó ætla, að drótt- kvæðin standi eddukvæðunum dálitlu nær í tíma og rúmi en söguljóð sem tekin voru upp í Serbíu árið 1935! I almennu samhengi koma dróttkvæðin „munnlegu kenning- unni“ beint við, þar sem þau urðu til og voru við lýði í „munnlegri menningu“, svo notað sé orðalag Gísla, og eftir það sem áður hefur verið sagt má nú vera ljóst að þessi skáld- skaparhefð er endanleg röksemd gegn því að kenningin sé rétt. Þetta má útskýra með nokkrum orðum. Dæmi þeirra sem fengust við að yrkja dróttkvæði sýnir í fyrsta lagi, að í þjóðfélagi, þar sem ritlist virðist ekki hafa verið notuð til að skrásetja og varð- veita bókmenntir að neinu gagni, gátu menn samt unnið að skáldskap sínum á mjög svip- aðan hátt og ljóðasmiðir gera í þjóðfélagi „ritmenningar". Því vitanlega ímyndar sér enginn, að þessir síðamefndu séu jafnan með pennann í hendinni og skrifi niður um leið hverja hugdettu, sem þeir síðan lagi á pappímum: Það er eins líklegt að þeir móti kvæðið í huganum og geymi það sér í minni áður en þeir feli það blaðinu. Ef menn trúa mér ekki geta þeir farið og svipast um vest- ur í bæ, því þar ganga skáldin og yrkja. Þetta sama dæmi sýnir ennfremur, að í „munn- legri menningu“ gat verið til „réttur frum- TMM 1990:1 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.