Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 35
menntafræðingnum Mikhail Bakhtin sem áleit að Dostóéfskí hefði fyrstur beitt slík- um söguhætti. Að dómi Bakhtins geyma verk Dostóéfskís ekki einfalda merkingu eða boðskap. Þau eru öllu heldur samræða eða vegamót þar sem skoðanir og stefnur tímans koma saman í líki persóna sem hafa í vissum skilningi sína eigin sjálf- stæðu vitund. Dostóéfskí mun hafa upp- lifað samtíð sína sem „víðfeðma sam- ræðu“ þar sem ekkert var víst og fullnað, öll gildi á reiki í mannlegum fræðum. Föðurland hans var þá að breytast úr mið- aldasamfélagi í nútímalegt iðnaðarþjóð- félag. í ljósi þess dró Bakhtin þá ályktun að hinn nýi söguháttur væri afsprengi 21 menningarskila. Greining Bakhtins opnar okkur eina leið að Vefaranum. Verk Halldórs er líkt og sögur Dostóéfskís aldarspegill þar sem formleg upplausn lagar sig að menningar- legum glundroða. Það er skrá yfir viðhorf í samtímanum þar sem aragrúi lífsskoð- ana er settur fram án þess að höfundurinn sem slíkur beri á þeim persónulega ábyrgð. Engu síður sætti hann árásum fyr- ir klám og siðleysi, glæpsamlegan rithátt. Nýstárleiki Vefarans er einkum fólginn í þessu: að textinn er sjaldnast þar sem við höldum að hann sé, ávallt á leið til ein- hvers annars. Hann beitir sjálfan sig stanslausu ofbeldi með þverstæðukennd- um rökfærslum og niðurrifi merkingar. Til samanburðar má nefna skáldsöguna Sœlir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnars- son. Hún kom út árið 1920 og er líkt og Vefarinn viðbragð við stríði og gildis- hruni. Báðar sögumar fjalla um dýpstu rök mannlegrar viðleitni og jaðarreynslu, vitfirringu og dauða. Báðar glíma við þversagnir tímans: trú og afneitun, upp- reisn og uppgjöf. Báðum lýkur með ósigri hins mannlega. Aðferð þeirra er hins vegar mjög ólík. Saga Gunnars er sam- ræmd heild þótt hún lýsi djöfullegri upp- lausn, öngþveitið er innlimað í hringlaga og stranga formgerð, framvindan skipu- leg og rökföst. Frásögninni er miðlað gegnum sögumann sem er tilfinningalega flæktur í atburðarásina, viðbrögðum les- enda stýrt með hefðbundnum hætti, mörkin em skýr milli hetju og óþokka. Með öðrum orðum. Textinn allur er gegn- sýrður af siðferðishugmyndum söguhöf- undar, vissu hans um hvað sé gott og hvað illt. Sannleikur hans beitir efniviðinn of- beldi. Staða söguhöfundar er allt önnur í Vefaranum. Þar er eins og hann sé á valdi textans, sundurtættur og staddur á hengi- flugi, án jafnvægis eða niðurstöðu. Sjálf- ur hefur Halldór sagt: „Þegar ég hafði lokið við síðustu kapítula „Vefarans“ suð- ur á Sikiley haustið 1925, þá fanst mér ég standa uppi berstrípaður. Ég gat ekki trú- að því, að nokkurs staðar innan endi- marka tilverunnar væri framar spjör að skýla nekt minni.“22 Vefarinn er þó alls ekki formlaus óskapnaður. Eining verks- ins er einungis af öðrum toga en í sögu Gunnars. Hún byggist öðru fremur á tematískum andstæðum sem tengja alla þætti saman, myndmál og persónulýsing- ar. í þessari aðferð á sagan sér hliðstæðu í Sorg Jóhanns Sigurjónssonar, ljóði sem var samskonar straumhvarfaverk og skáldverk Halldórs. 4 í upphafi var vitnað í orð Kjarvals: að Vefarinn mikli væri „heilsteypt sataniskt listaverk". Það eru orð að sönnu. Sagan lýsir eins og fyrr segir niðurbroti kerfis TMM 1990:1 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.