Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 56
skyldu sitja svona og tala hver við annan í bróðemi, án þess að heyra, um
eilífð. Komdu nóttin mín, með þögnina, kulið og friðinn.
22. febrúar
Þriðjudagur er skrýtinn fugl. í nótt var Heiða mikið veik. Ég vakti með henni.
En þegar leið á nóttina varð ég líka veik og hafði háan hita fram til klukkan
hálf tvö, þá var ég orðin frísk. Ég er ákveðin í að liggja ekki lengi í rúminu
svo ég komist sem fyrst í bæinn og leikhúsið. Veðrið er svo unaðsfagurt. Það
er Ijótt af almáttugum að binda okkur Heiðu niður í rúmin núna. Sólin skín
svo inn til okkar að við erum báðar hálf blindaðar.
5. apríl
Ég sef víst svefni hinna þreyttu, nú er komin glompa í dagbókina. Oft gæti ég
ekki unnið það til þó margar krónur væru í boði að taka dagbókina og hripa
nokkrar línur. Það er vetur nú og skordýrin sofa í skauti jarðar, er manni ekki
allt fyrirgefanlegt þá?
Á laugardaginn var skeði atburður sem aldrei áður hefur skeð „á þessu
Reykjahæli“, svo ég taki mér í munn orðfæri unglinganna hér!
Sjúklingarnir á Vífilstöðum gáfu okkur hér gamla kvikmyndavél, og sýn-
ing var hér í fyrsta sinn það kvöld. Vélin surrar og burrar, hóstar og púar, dæsir
og leysir vind. Þó sjáum við öll hvað hún er góð. Gunnlaugur og hún em
kunnug frá gamalli tíð á Vífilstöðum.
Stundum komu myndimar öfugar, það skildum
við að stafaði af því að Gunnlaugur mundi ekki rétt,
stundum rann heil hespa í gegn í hvínandi fart, það
var verst fyrir ástarsorgina í myndinni. Gunnlaugur
stóð kófsveittur og bisaði við skrúfur, spólur, sveif-
[fím ar og göt, og í kringum hann slæddust dauðauð-
' I ® mjúkir lærisveinar. Því engir aðrir en þeir sem vom
vélinni kunnugir á hennar yngri dögum, hefðu get-
að fengið hana til annars en að urra.
54
TMM 1990:1