Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 81
um á handverkinu, skrifa lipran stíl og
flétta söguþráðinn vel og örugglega. En
klisjan er Iífsseig, í efnisvali, úrvinnslu og
stöðluðum viðhorfum til persóna og mál-
efna. Islenskar unglingabækur bera þess
augljós merki, með fáeinum heiðarlegum
undantekningum, að vera öðru fremur
tískufyrirbæri, söluvara. Lögmál mark-
aðarins ráða mestu um það hvað er skrifað
og hvemig: bækumar eiga, líkt og út-
varpsrásirnar, sjónvarpsstöðvarnar og
bíómyndimar, að vera léttar og skemmti-
legar, hæfilega ögrandi, hæfilega spenn-
andi, hæfilega töff, en umfram allt: lausar
við öfgar, lausar við sálarháska, lausar við
flóknar spumingar um mannlega tilveru.
Og skortir þar af leiðandi oftast bæði reisn
og dýpt.
Meðalmennskan er líka áberandi í bók-
um fyrir yngri bömin, þó þröngsýn tísku-
. . . klisjan er lífsseig, í efn-
isvali, úrvinnslu og stöðluð-
um viðhorfum til persóna
s
og málefna. Islenskar ung-
lingabœkur bera þess aug-
Ijós merki, með fáeinum
heiðarlegum undantekning-
um, að vera öðrufremur
tískufyrirbœri, söluvara.
lögmál ráði þar síður en á sviði unglinga-
bókmennta. Listræn og hugmyndafræði-
leg kreppa ríkir á báðum sviðum. f>að er
líkast því sem verið sé að gefa út sömu
bækumar ár eftir ár, aðeins með mismun-
andi titlum, í mismunandi umbúðum, eftir
mismunandi höfunda.
Eitt af því fáa sem eftir stendur af barna-
bókmenntaumræðu áttunda áratugarins
eru blaðaumsagnir um bamabækur, sem
vart sáust fyrir hennar daga. En þó þeim
hafi fjölgað fer því samt fjarri að við þær
sé almennt lögð sama rækt og þegar full-
orðinsbækur eiga í hlut. Þær eru yfirleitt
snubbóttari, yfirborðslegri og bera ósjald-
an vott um staðlað gildismat, fremur en
innsæi og bókmenntafræðilega þekkingu.
Virðingarleysi fjölmiðla í garð bama-
bókmennta tekur á sig margvíslegar
myndir. Dæmi: Þegar fjallað var um nýj-
ustu útgáfubók Verðlaunasjóðs íslenskra
barnabóka síðastliðið vor lét annað
tveggja stærstu dagblaðanna nægja að fá
ellefu ára gamla telpu til að skrifa um
hana umsögn.
Annað dæmi: Á haustin þegar blöðin
gefa fyrsta yfirlit yfir væntanlegar bækur
á jólamarkaði eru barnabækur iðulega
sniðgengnar. Þar má lesa langa upptaln-
ingu á skáldverkum, ævisögum, mat-
reiðslubókum, handbókum í þessu og
hinu, en hvergi minnst á bamabækur,
nema kannski í klausu eins og þessari:
Auk þess gefur forlagið út nokkrar bækur
handa bömum. Þessi aulaháttur er ekki
síður sök útgefendanna, þetta eru þeirra
áherslur, ekki síður en blaðamanna.
Og enn eitt dæmi: í útvarpsfréttum fyrir
einu eða tveimur árum heyrði ég frétt um
afhendingu H.C. Andersen-verðlaun-
anna. Fréttin var á þá leið að hollensk
kona hefði hlotið verðlaunin. Ekkert nafn
fylgdi, engar upplýsingar um verkið sem
unnið hafði til þessara virtu verðlauna,
bara þetta: „hollensk kona“.
En svo ég sleppi frekari málalenging-
um, þá hlýtur stóra spurningin að vera sú,
hvemig hægt sé að styrkja stöðu íslenskra
TMM 1990:1
79