Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 85
Einar Már Jónsson
Heilsurækt fræöanna
Munnleg geymd og eddukvæöi
í þessari grein fjallar Einar Már Jónsson um kenningar um munnlegar
rætur forns skáldskapar. Því hefur verið haldið fram að þar sem ritlist
tíðkaðist ekki hafi kvæðamenn skapað kvæði sín jafnóðum í beinum
flutningi. Einar Már telur að þessi kenning eigi við hæpin rök að styðjast
og umfram allt að varhugavert sé að beita henni á eddukvæði, eins og
Gísli Sigurðsson hefur nýlega gert.
Max, Willy, Lord og Gísli
í skáldsögu eftir Ismail Kadare segir frá
tveimur írskum Hómersfræðingum, Max og
Willy, sem eru í einhverjum tengslum við
bandarískan háskóla og halda af stað til
Norður-Albaníu um miðjan vetur í kringum
1935 með nýuppfundið upptökutæki, bæði
rándýrt og níðþungt, í farteskinu. Markmið
fararinnar er að leita uppi sjóndapra sagna-
söngvara, sem hafast við í fjalllendinu á
þessum slóðum og kyrja löng söguljóð með
undirleik eins strengs fiðlu, og koma ár
sinni þannig fyrir borð að þeir fái að taka
upp kvæðaflutninginn, helst margar útgáfur
af sama bálkinum. En þannig hyggjast þeir
leysa þá fornu ráðgátu hvemig Hómers-
kviður hafi orðið til.
Nokkur leynd hvílir yfir brottför Max og
Willys, því að þeir vilja ekki að aðrir fræði-
menn komist of snemma á snoðir um þessa
snjöllu hugmynd þeirra og geti þá kannske
orðið áundan þeim. I leyniskýrslu albanska
sendiráðsins í New York em þeir fyrst kall-
aðir „þjóðháttafræðingar“, síðan „svokall-
aðir þjóðháttafræðingar" og loks stendur
þar: „ekki er hægt að útiloka að þessir tveir
útlendingar séu njósnarar". Þegar innanrík-
isráðherra Albaníu skrifar síðan sýslu-
manninum í héraðinu þar sem fræðimenn-
imir hyggjast koma sér fyrir, er þessi síð-
asta setning orðin: „svo virðist sem þessir
útlendingar séu njósnarar“. Biður innanrík-
isráðherrann sýslumann að hafa vandlegt
eftirlit með írunum og ætlast hann til að þeir
verði staðnir sem rækilegast að verki, en í
huga hans er það einkum fólgið í því að
góma fræðimennina ekki einsamla í ein-
hverju rúmi þar sem þeir ættu ekki að vera.
Markmið eftirlitsins er þó ekki að tryggja
öryggi Albaníu fyrir útlendri ásælni, heldur
vonast innanríkisráðherrann til að geta
þannig náð tangarhaldi á tveimur erlendum
menntamönnum, sem hafa lært við Ha . . .
TMM 1990:1
83