Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 73
stæðu sína. í eyjabókunum skapaði Einar
hægt og af þolinmæði heim goðsögu,
Reykjavíkurheim sem var til, en þó aldrei
með þessum hætti. Þessi heimur var ægi-
legur. Goðin í honum voru vígð böli —
hetjur hans hlutu að farast. En hann var
um leið alltaf svolítið elskulegur og les-
andanum þægilegur. Persónur voru litrík-
ar og skemmtilegar, atvikin skrautleg og
með fádæmum, alltumlykjandi sögumað-
ur úr fjarlægð var einn af okkur, sprellaði
og gerði kúnstir, brá sér ýmist í gervi þess
sem fylgdist fullur samúðar með persón-
um eða narraðist að þeim á bak. í nýju
bókinni kemur Einar hins vegar aftan að
söguhöfundi sínum og um leið okkur.
Hann snýr sjónaukanum við. Hann beinir
athyglinni að þeim sem segja sögumar —
hinni ógæfulegu þrenningu sem heldur til
Ameríku til þess að skoða síðustu leifarn-
ar af sagnaheimi Eyjabókanna, kynnast
honum af eigin raun. Og sögumaður hans
í þetta sinn — þetta er í fyrsta sinn sem
Einar beitir 1. persónufrásögn í þessum
bálki — er gjam á að grafa jafnharðan
undan sögunum. Ævinlega þegar sögur
ber á góma koma athugasemdir sögu-
manns um að þetta hafi kannski ekki verið
alveg svona fyndið, þetta hafi kannski
ekki verið „nógu Baddalegt“, þetta hafi
ekki beinlínis verið svona. Goðsögunni er
aldrei hleypt í gang og tilraunir skáld-
spírunnar í hópnum til að skapa hana í
bókmenntatextum reynast aumlegar ap-
anir annarra höfunda fremur en lýsingar á
fólkinu. Endurfundirnir við fólkið úr
sagnaheiminum reynast kómískar smá-
katastrófur; höll Elvisar konungs sagna-
heimsins er læst þegar komið er að henni;
rokktónleikar ekkert sérstakir. Ekkert
stenst: yfirlýstur nískupúki hópsins reyn-
ist standa undir öllu saman, ameríkanar
reynast hvorki hrífandi né hræðilegir,
heldur meinlaus gæðablóð. Sá eini úr hópi
þremenninganna sem eitthvað hefur að
ráði komið við þessar sögur áður sogast á
nýjan leik inn í sagnaheiminn og verður
eftir þar þegar hinir tveir halda heim —
vel að merkja meðal indjána á vemdar-
svæði, sem líkist upphaflegu bragga-
hverfinu og leiðir hugann að hinum
ódauðlega indjánadansi Spákonunnar í
fyrri bókunum. Þetta er djarfleg atlaga
höfundar að eigin sagnaheimi og sagan
felur í sér mikinn sársauka, einmitt út af
þessu.
Einar Kárason er kannski einn af fáum
íslenskum höfundum sem fær lesandann
Einar Kárason er kannski
einn affáum íslenskum höf-
undum semfœr lesandann sí-
fellt til aÖ fletta áfram —
sem er vanmetin list hér . . .
sífellt til að fletta áfram — sem er van-
metin list hér — en á köflum í Ameríku-
reisunni verður afhjúpunin og afdrama-
tíseringin full vægðarlaus, svo manni
þykja þremenningamir heldur litlir kallar
til að rísa undir frásögninni, ævintýri
þeirra, einkum þegar til Memphis kemur,
full tíðindalítil til að í rauninni sé segjandi
frá þeim. Kannski er það meginvandi sög-
unnar að hinn fádæma læsilegi stíll Einars
kallar á frásagnarverða viðburði. Hann er
sagnamaður og hefur skrifað bók fulla af
efa um sagnalistina.
***
TMM 1990:1
71