Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 79
Ragnheiði Jónsdóttur, Margréti Jónsdótt- ur, Sigurð Thorlacius og Gunnar M. Magnúss. Næstu tuttugu árin eða svo voru höfundar úr þessum hópi fremstir í flokki í ritun vandaðra skáldverka fyrir böm og unglinga. Þeir léðu íslenskum bamabók- menntum tilgang og reisn. Og sameigin- legur kostur þeirra var ekki síst sá, að þeir tóku ævinlega afstöðu með bömunum í verkum sínum, ólíkt mörgum öðrum höf- undum þess tíma. En þegar komið var fram um miðja öld höfðu afþreyingarbókmenntirnar náð al- gerum yfirburðum á markaðnum. Aðal- sökudólgamir voru annars vegar fáfræði og hins vegar gróðahyggja, en sem kunn- ugt er þrífst það síðarnefnda vel á hinu fyrrnefnda. Á uppgangsárunum um og eftir síðari heimsstyrjöldina flæddi fjár- magnið inn í íslenskt þjóðfélag, sem eftir langvarandi kreppu og vöruskort varð nú skyndilega eins og troðjúgra kýr sem þrá- ir að vera mjólkuð. Margir komust þar á gjöfulan spena, meðal annars bókaútgef- endur, sem hófu að gefa út þýdda reyfara fyrir böm og fullorðna í miklu ríkari mæli en áður. Að mínu viti hefði opinber umfjöllun og áhugi bókmenntamanna, leikra sem lærðra, getað orðið til þess að spoma við þessari þróun. En engu slíku var til að dreifa. Bamabækur voru fyrst og fremst álitnar saklaus skemmtun og börnunum að mestu eftirlátið gæðamatið. Menntun- argildið var álitið felast í bóklestrinum sjálfum, nokkum veginn án tillits til þess hvað lesið var. Eftir því sem reyfaraútgáfunni óx fiskur um hrygg fór metnaðarfullum skáldverk- um fækkandi. Omerkilegar erlendar spennu- og ástarsögur urðu fyrirmynd æ . . . þegar komið varfram um miðja öld höfðu afþrey- ingarbókmenntirnar náð algerum yfirburðum á markaðnum. Aðalsökudólg- arnir voru annars vegar fáfræði og hins vegar gróðahyggja, en sem kunn- ugt er þrífst það síðar- nefnda vel á hinu fyrrnefnda. fleiri íslenskra bama- og unglingabóka, og helsta mótvægið við þá flatneskju var önnur flatneskja, síst betri: siðbætandi sögur, gjaman með trúarlegu yfirbragði, sem höfðu þann megintilgang að þröngva börnunum til undirgefni við vald fullorð- inna og hefðbundið gildismat. Þessir tveir meginstraumar eru mjög áberandi allt fram til 1970. Uppúr 1970 verða nokkur þáttaskil í íslenskri bamabókmenntasögu. Sú rót- tæka þjóðfélagsumræða sem þá átti sér stað hratt meðal annars af stað margvís- legri umfjöllun um málefni bama, ekki síst menningaruppeldi þeirra. Fyrsta skipulega bamabókmenntaumræðan á Is- landi var hafin. Frumkvæðið kom einkum frá róttækum menntakonum, sem settu bamabókmenntir undir smásjá jafnréttis- baráttunnar og gagnrýndu harkalega þá meðvituðu og ómeðvituðu innrætingu sem þar fór fram. Bókmenntagagnrýni rauðsokka kom að vísu ýmsum fyrir sjón- ir sem einstrengingsleg krafa um nýja teg- TMM 1990:1 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.