Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 15
málið að hjálpa okkur, smáhópi manna sem „hugsa öðruvísi“, að losna undan fangelsun um stundarsakir. Það er ekki heldur spurning um að hjálpa þessari þjóð, Tékkum og Slóvökum, að lifa við betri kjör, við meira frelsi. Þeir verða öllu öðru framar að hjálpa sér sjálfir. Alltof oft hafa þeir vænst hjálpar frá öðrum, treyst á hjálp langtum um of, og þeir hafa alltof oft orðið fyrir vonbrigðum. Annað hvort hefur fyrirheitinni hjálp verið aflýst á síð- ustu stundu, ellegar hún hverfðist í hreina gagnstæðu þess sem búist hafði verið við. í raun og veru er um allt annað að ræða: Nefnilega björgun okkar allra, ekki síður viðmælanda míns en sjálfs mín. Eða er hér ekki um beggja hag að ræða? Eru ekki horfur mínar, góðar eða slæmar, einnig horfur hans, góðar eða slæmar? Var ekki handtaka á mér árás á hann, og svik við hann aðför að mér? Er ekki kúgun á fólki í Prag kúgun sem kemur fram við mann- kyn allt? Kæruleysi um það sem gerist hjá Er ekki kúgun áfólki í Prag kúgun sem kemur fram við mannkyn allt? okkur og tálvonir um það — er það ekki undirbúningur undir samskonar eymd annarstaðar? Er ekki eymd þeirra hinna, forsenda eymdar okkar? Hér er ekki um að ræða einhvern tékkneskan andófs- mann í nauðum sem þarfnast hjálpar (ég get sem best hjálpað mér sjálfum útúr mínum nauðum, einfaldlega með því að hætta „andófi"). Það sem um er að tefla er þetta, hvað ófullkomin viðleitni hans og örlög tákna og merkja, hvaða sögu þau segja um ástand heimsins, örlög, tækifæri og nauð; að hve miklu leyti þau eru eða geta verið tilefni til íhugunar fyrir aðra með tilliti til þess sem fyrir þá kann að koma og þar með fyrir okkur öll; í hve ríkum mæli þau eru viðvörun, hvatning, lífshætta eða lærdómur þeim til handa sem heimsækja okkur. Eða spumingin um sósíalisma og auð- valdsskipulag! Ég verð að viðurkenna að mér finnst hún læðast fram úr djúpi fyrri aldar. Ég held að spumingin sé löngu hætt að snúast um þessa hugmyndafræðilega og merkingarlega margþvældu orða- leppa. Spumingin er önnur, hún hefur dýpri merkingu og á erindi við okkur öll: Mun okkur á nokkum hátt takast að gera hinn náttúrulega heim að sönnum vett- vangi stjómmálanna, gera persónulega reynslu manna að mælistiku hlutanna, setja siðgæðið ofar stjórnmálum og ábyrgð ofar markmiði, fá mannlegu sam- félagi merkingu og máli manna innihald að nýju? Þessu fylgir að hið sjálfstæða, gilda, heila og óskoraða „ég“ kemst aftur í brennipunkt félagslegrar framvindu, þetta „ég“ verður ábyrgt fyrir sjálfu sér, enda mun það þá miða sig við eitthvað sem því er æðra. Jafnframt er þetta „ég“ fært um að fóma einhverju, og þegar mest á ríður, allri sinni hversdagslegu einka- velsæld — „drottinveldi hversdagsins“ einsog Jan Patocka nefndi það — fóma svo að lífið fái merkingu. í raun og veru skiptir það engu sérstöku máli hvort við, háð tilviljunarkenndum heimkynnum, eigum í höggi við forstjóra úr vestri eða flokksgæðing í austri; við eigum í sama lítilmótlega en jafnframt heimssögulega stríði við skriðþunga ópersónulegs valds! Ef nú tekst að verja manninn, þá er ef til vill nokkur von til TMM 1990:1 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.