Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 87
fræðimennina sjálfa til óbóta.
Fyrir þeim liggur nú ekki annað en snúa
heimleiðis eftir misheppnaðan rannsóknar-
leiðangur, og um borð í skipinu sem flytur
þá burt frá ströndum Albaníu les Max úr
nýútkomnu dagblaði fyrir Willy. Réttar-
höldin y fir Frok og misyndismönnunum eru
í þann veginn að hefjast, og þótt Zog konun-
gur fyrsti stefni að því að hafa sem best
samskipti við Júgóslava og forðist að sak-
fella þá, fordæmir blaðið harðlega þetta
tilræði við albanska menningu, sem tví-
mælalaust sé runnið undan rifjum Serba: sé
þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir ráðist á
fræðimenn sem reyni að grafast fyrir um
fomar rætur Illyríumanna. En í blaðinu er
líka annað og meira: nýort söguljóð um
Albaníuæfintýri þeirra Max og Willys, og
er það í fyrsta skipti í áratugi sem slíkt
kvæði hefur verið ort um samtímaviðburð.
Willy, sem nú er nánast blindur, bregst und-
arlega við: hann leggur hægri hönd upp að
eyranu eins og fomir kvæðamenn gerðu
þegar þeir kváðu sér hljóðs, og með ger-
breyttri röddu byrjar hann að kyrja sögu-
ljóðið, „Apparat svart af sænum kom . . .“
Hann er sem sé orðinn eins og Hómer . . .
Þannig sigldu Max og Willy heimleiðis
með sárt ennið, en hugmynd þeirra hvarf
samt ekki úr sögunni við ófarir þeirra, því
þetta sama ár, 1935, var enn annar Hóm-
ersfræðingur, Milman Parry, á ferli með
annað apparat í heimalandi munksins mjúk-
mála, Serbíu, og fékkst þar við að taka upp
kvæðaflutning sagnasöngvara með það fyr-
ir augum að leysa gátuna um kviður Hóm-
ers. Var hann heppnari en íramir tveir og
lauk verki sínu þar í landi án þess mér
vitanlega að vera laminn eða neyddur til að
skrifa æfisögu Alexanders Júgóslavíukon-
ungs, og síðan komst hann aftur til Harvard-
háskóla án þess að hafa orðið fyrir nokkurri
mímetískri myndbreytingu en með mikið
magn af upptökum af þeim serbnesku sögu-
ljóðum, sem munkurinn vildi ekki láta efast
um að væm uppmnalegri en hin albönsku.
Meðal þeirra var reyndar nýort kvæði um
Serbíuæfintýri hans sjálfs. Með því að
styðjast við rannsóknir á þessu efni og öðru
sem safnað var í ferðalögum síðar settu
Milman Parry og lærisveinn hans Albert
Lord svo fram kenningu, sem þeir töldu að
útskýrði ekki einungis hvemig Ilionskviða
og Ódysseifskviða hefðu orðið til heldur
gerði fulla grein fyrir „munnlegri kvæða-
hefð“ yfirleitt, þ.e.a.s. kvæðahefð hvar og
hvenær sem væri sem styddist ekki á nokk-
um hátt við ritlist, en það var allmiklu meira
en Max og Willy virðast nokkum tíma hafa
ætlað að gera með sínum eigin rannsóknum.
Af þessum sökum hefur kenningin síðan
verið nefnd því virðulega nafni „munnlega
kenningin“ — „the oral theory“ — og
nokkrum áratugum síðar ræðst nú Gísli Sig-
urðsson fram á ritvöllinn í ádrepu sem hann
nefnir „Fordómar fáfræðinnar", vopnaður
þessari munnlega kenningu frá hvirfli til
ilja til að munnhöggvast við mig útaf stutt-
um ritdómi sem ég skrifaði hér í Tímarit
Máls og menningar um útgáfu hans á Háva-
málum og Völuspá.'
Nú sýnir reynslan að það er oft á tímum
harla tilgangslítið og jafnvel mannskemm-
andi að flækjast út í íslenskar ritdeilur. Til-
efni þeirra ergjaman lítilfjörlegt, og fyrr en
varir eru deilurnar famar að snúast um smá-
atriði sem enginn man lengur eftir eða lætur
sig skipta nokkm minnsta máli og koma
upphaflegri kveikju orðaskaksins jafnvel
ekkert við, svo sem ýmis þau forn spjöll fira
sem helst er að finna í kirkjubókum lands-
ins. Þegar Gísli tekur sér fyrir hendur af
lítilli rósemi hugans að svara fáeinum at-
hugasemdum um útgáfu hans, forðast hann
ekki þennan gamalkunna stíl, og mætti
reyndar segja að andi skrifanna, heitin sem
hann velur ritdóminum — „vanþekking“,
„fáfræði", „fordómar“ og „gífuryrði“ — og
ásökunin um einhvers konar banatilræði
gegn fræðistörfum hans sjálfs, bjóði fremur
TMM 1990:1
85