Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 92
væru ef til vill fágaðri og skipulegri en munnleg kvæði annars voru — og þannig eins konar „millistig“ milli munnlegrar og skriflegrar hefðar — heldur komust þau einnig undir áhrif frá erlendu ljóðahefðinni vegna þess hve staða hennar sem fyrir- myndar var sterk. Þannig fékk verkið þau „bókmenntaeinkenni“ sem Lord eignar rit- aðri ljóðahefð sem slíkri og telur að greini hana æfinlega frá munnlegri hefð. En þessar ákveðnu breytingar kvæðastíls- ins stöfuðu af séraðstæðum á Balkanskaga, sem sé árekstri tveggja ólíkra ljóðahefða, og hin almenna ályktun út frá þeim er vit- laus. Því hvað myndi gerast, ef skáld sem þekktu aðeins eina ljóðahefð — munnlega — færu að tileinka sér ritlist: væri líklegt að þau tækju allt í einu upp á því að ríma, skipta verkunum í ferhendur, byrja kvæði sín á hátíðlegum ártölum og þess háttar, ef það hefði aldrei tíðkast áður? Vitaskuld ekki: ef ekki væri til staðar einhver önnur hefð sem litið væri á sem fyrirmynd, er sennilegast að þau héldu áfram að semja verkin í þeim stíl sem þau hefðu á valdi sínu og kannske þróa hann síðan smám saman. Ef skriftlærðu skáldin kynntust ekki ein- hverri ljóðahefð sem forðaðist formúlur (og hefði kannske einhver sérstök stílbrögð önnur) væri heldur ekki nein ástæða fyrir þau að nema þær burt úr kvæðum sínum, að minnsta kosti ekki fyrr en tímar liðu fram og stíllinn færi að breytast. Við slíkar að- stæður ætti ekki að vera neitt því til fyrir- stöðu að á þennan hátt myndaðist kvæða- stíll sem væri eins konar millistig milli „munnlegrar" og „skriflegrar“ hefðar eins og Lord skilgreinir þær. Rökvilla sú sem Lord gerir sig þama sek- an umerbýsna meinleg: hún sýnirað alhæf- ingar hans út frá séraðstæðum í Júgóslavíu em ótraustar og hafa við hæpin rök að styðj- ast, en jafnframt hlýtur hún að vekja efa- semdir um ýmsa aðra þætti kenningarinnar sem ekki er eins auðvelt að festa hendur á. Það er því engin ástæða til að taka fullyrð- ingar Lords um júgóslafnesku fræðin á nafnverði, heldur getum við nú gengið einu skrefi lengra, rýnt í lýsingar hans á serbn- esku kvæðamennskunni og velt fyrir okkur því sem er kjami málsins: Em einhver rök fyrir því að serbnesku skáldin hafi einungis lært utanað sögur og formúlur en aldrei kvæðin sjálf? Ef svo reynist vera, er þá hægt að alhæfa kenninguna og fullyrða að það einkenni „munnlega hefð“ alls staðar og æfinlega að skáld sem þannig yrkja læri aldrei nein verk utanað heldur „impróvis- eri“ jafnan? Þótt þessi atriði þurfi kannske ekki nauðsynlega að vera tengd, verður að líta á þau í samhengi, því á þessum tvíþætta grundvelli hvílir tvískiptingin milli „munn- legrar“ og „skriflegrar“ ljóðlistar sem er aðalatriðið í kenningu Lords. Fyrri hluti röksemdafærslunnar sem áður var rakin, um óbrúanlegt bil milli munn- legrar og skriflegrar hefðar, er einmitt dæmi um atriði sem leikmenn í þessum fræðum kynnu að veigra sér við að fjalla um: hann byggist sem sé á ítarlegum lýsingum á því hvernig sagnasöngvarinn læri list sína frá 14 ára aldri og þangað til hann byrjar að koma fram á krá með fingurna á lofti og fiðlubogann á strengnum eina (í 2. kafla áðurnefndrar bókar). Skiptir Lord náminu í þrjú stig og lýsir því „innan frá“, ef svo má segja, hvernig hæfnin eykst smám saman, hvernig lærlingurinn gerir sér grein fyrir því að „hefðin sé fljótandi" (bls. 24), hvem- ig hann lærir að beita formúlunum, skreyta kvæðin, teygja lopann og þess háttar. í næsta kafla (bls. 31-45) rekur hann svo í enn lengra máli, hvernig hljóðfallið og formúlumar síast inn í ungan svein og hann nær valdi á listinni. En í öllum þessum lýsingum fer minna fyrir því að Lord vitni í heimildir: hann tekur upp orðrétt ýmis ummæli sagnasöngvara, sem em reyndar í fullkominni mótsögn við aðalatriði kenn- ingarinnar eins og síðar verður vikið að, en 90 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.