Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 107
(Sjá Guðmundur Andri Thorsson, Páll Vals- son. 1985. „Þar sem sögueyjan rís. Hjólað í Einar Kárason.“ [Viðtal.] Teningur 1:36-54.) Eftir að Gulleyjan kom út hefur reyndar mátt sjá einhverjar af persónum braggahverfisins á sveimi í smásögum sem Einar Kárason sendi frá sér 1987 og nefndi Söng villiandar- innar. En Fyrirheitna landið er meira en bara ný bók um ættarveldið úr Thule, hún er loka- þátturinn í þessum þríleik og talsvert frá- brugðin hinum fyrri. Leikurinn hefur færst frá eyjunni í norðri (hvort sem við kennum hana við gull eða djöfla) og til heimsálfunnar miklu í vestri, Ameríku. Sagan gerist að mestu mörgum árum seinna en Eyjabækumar, nánast í samtímanum. Það er því liðið talsvert síðan síðast, Tommi og Lína bæði dáin og ný kynslóð komin í forgrunn: bamabamabörn Línu gömlu, hálfbræðumir Mundi og Bóbó Dollíarsynir og ekki má gleyma Manna, ör- verpi Fíu og Tóta. Þetta ágæta þríeyki ferðast saman um Ameríku (ekki í eindrægni þó) til að heimsækja ömmu sína hana Gógó og frændann Badda, reyna að upplifa á ný stemn- ingu sem var. Sá tími er því miður löngu liðinn og var ef að er gáð aldrei eftirsóknar- verður. Fortíðin býr í okkur öllum og setur mark sitt á núið en með tímanum dofna til- finningarnar og sárin gróa. Það er því ekki alltaf æskilegt að róta um of í liðnum tíma, það sjáum við glögglega í Fyrirheitna land- inu. Það er sár og dapurleg saga sem Einar er að segja okkur, saga um tilraun til þess að endurreisa hmninn heim. Mundi og Manni lenda í fyrirheitna landinu með glýju í augum, hitta Bóbó í New York og ferðin er hafin. Ætlunin er að lifa „historísk augnablik“ og koma þeim síðan í búning skáldskaparins (Manni). Það eru þó ekki nema tveir staðir sem þeir sýna áhuga á að heimsækja í þessu víðfeðma landi: heimky nni mæðginanna Gógóar og Badda og fyrrum heimkynni goðsins mikla, Elvisar Presleys. Þessir tæplega þrítugu gaurar eru stundum eins og lítil börn á leið í tívolí „uppfullir af einhverjum fáránlegum spenningi og eftir- væntingu, búnir að sannfæra hver annan um að hérna biðu okkar stórkostleg tíðindi og upplifun sem slægi öllu við“. (56) Hvað í ósköpunum héldu þeir að myndi gerast, að þeir hittu Badda fyrir tætandi um á amerísk- um dreka, smellandi fingrum með töffarablik í augum og ameríska frasa á vörum? Sú tálsýn er afhjúpuð um leið og þeir líta goðið augum í fyrsta skiptið. Prinsinn af Thule, sonur djöf- ulsins, er útbrunnið skar, skjálfhentur, rúnum ristur og tannlaus. Það er strax byrjað að afhjúpa goðsögur og raunar markvisst unnið að því söguna út í gegn. Sú afhjúpun byggist ekki síst á frásagnaraðferðinni og hér er kom- inn veigamikill munur frá fyrri bókunum. Þær eru ótvírætt höfundarsögur; sá sem segir sög- una er alvitur með yfirsýn yfir atburðarásina frá upphafi til enda og getur því gefið ýmis- legt í skyn. En það er þó alls ekki þannig að ein frásagnarrödd ríki alfarið yfir sögunni og gefi henni merkingu því sögumaður heldur sér oft í skefjum og er spar á yfirlýsingar; persónurnar og athafnir þeirra segja þeim mun meira. Það eru því talsverð viðbrigði að fá fyrstu persónu frásögn í Fyrirheitna land- inu. Raunar kemur það jafnmikið á óvart að það skuli vera Mundi sem segir söguna því hann var tæpast til sem sjálfstæð persóna í fyrri bókunum. Hann var einungis annar helmingurinn af tvíburunum hennar Dollíar. Hvað um það, þessi frásagnaraðferð breytir ýmsu. Með fyrstu persónu frásögn kemur fyrst og fremst óvissa og vanþekking. Oviss- unni fylgir uggurinn um hið ókomna. Mundi segir frá því sem hendir þá félaga í ferðinni en atburðarásin er þó oft á tíðum honum ofviða og hann skilur ekki hvað er að gerast, ekki einu sinni í lokin þegar eyðingarhvötin hefur náð yfirhöndinni hjá Bóbó. Það er ekki lengur þessi glaðbeitta yfirsýn og frásagnar- gleði í hverjum kafla. Það er kominn dimmur, TMM 1990:1 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.