Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 107
(Sjá Guðmundur Andri Thorsson, Páll Vals-
son. 1985. „Þar sem sögueyjan rís. Hjólað í
Einar Kárason.“ [Viðtal.] Teningur 1:36-54.)
Eftir að Gulleyjan kom út hefur reyndar mátt
sjá einhverjar af persónum braggahverfisins
á sveimi í smásögum sem Einar Kárason
sendi frá sér 1987 og nefndi Söng villiandar-
innar. En Fyrirheitna landið er meira en bara
ný bók um ættarveldið úr Thule, hún er loka-
þátturinn í þessum þríleik og talsvert frá-
brugðin hinum fyrri. Leikurinn hefur færst frá
eyjunni í norðri (hvort sem við kennum hana
við gull eða djöfla) og til heimsálfunnar
miklu í vestri, Ameríku. Sagan gerist að
mestu mörgum árum seinna en Eyjabækumar,
nánast í samtímanum. Það er því liðið talsvert
síðan síðast, Tommi og Lína bæði dáin og ný
kynslóð komin í forgrunn: bamabamabörn
Línu gömlu, hálfbræðumir Mundi og Bóbó
Dollíarsynir og ekki má gleyma Manna, ör-
verpi Fíu og Tóta. Þetta ágæta þríeyki ferðast
saman um Ameríku (ekki í eindrægni þó) til
að heimsækja ömmu sína hana Gógó og
frændann Badda, reyna að upplifa á ný stemn-
ingu sem var. Sá tími er því miður löngu
liðinn og var ef að er gáð aldrei eftirsóknar-
verður. Fortíðin býr í okkur öllum og setur
mark sitt á núið en með tímanum dofna til-
finningarnar og sárin gróa. Það er því ekki
alltaf æskilegt að róta um of í liðnum tíma,
það sjáum við glögglega í Fyrirheitna land-
inu. Það er sár og dapurleg saga sem Einar er
að segja okkur, saga um tilraun til þess að
endurreisa hmninn heim.
Mundi og Manni lenda í fyrirheitna landinu
með glýju í augum, hitta Bóbó í New York og
ferðin er hafin. Ætlunin er að lifa „historísk
augnablik“ og koma þeim síðan í búning
skáldskaparins (Manni). Það eru þó ekki
nema tveir staðir sem þeir sýna áhuga á að
heimsækja í þessu víðfeðma landi: heimky nni
mæðginanna Gógóar og Badda og fyrrum
heimkynni goðsins mikla, Elvisar Presleys.
Þessir tæplega þrítugu gaurar eru stundum
eins og lítil börn á leið í tívolí „uppfullir af
einhverjum fáránlegum spenningi og eftir-
væntingu, búnir að sannfæra hver annan um
að hérna biðu okkar stórkostleg tíðindi og
upplifun sem slægi öllu við“. (56) Hvað í
ósköpunum héldu þeir að myndi gerast, að
þeir hittu Badda fyrir tætandi um á amerísk-
um dreka, smellandi fingrum með töffarablik
í augum og ameríska frasa á vörum? Sú tálsýn
er afhjúpuð um leið og þeir líta goðið augum
í fyrsta skiptið. Prinsinn af Thule, sonur djöf-
ulsins, er útbrunnið skar, skjálfhentur, rúnum
ristur og tannlaus. Það er strax byrjað að
afhjúpa goðsögur og raunar markvisst unnið
að því söguna út í gegn. Sú afhjúpun byggist
ekki síst á frásagnaraðferðinni og hér er kom-
inn veigamikill munur frá fyrri bókunum. Þær
eru ótvírætt höfundarsögur; sá sem segir sög-
una er alvitur með yfirsýn yfir atburðarásina
frá upphafi til enda og getur því gefið ýmis-
legt í skyn. En það er þó alls ekki þannig að
ein frásagnarrödd ríki alfarið yfir sögunni og
gefi henni merkingu því sögumaður heldur
sér oft í skefjum og er spar á yfirlýsingar;
persónurnar og athafnir þeirra segja þeim
mun meira. Það eru því talsverð viðbrigði að
fá fyrstu persónu frásögn í Fyrirheitna land-
inu. Raunar kemur það jafnmikið á óvart að
það skuli vera Mundi sem segir söguna því
hann var tæpast til sem sjálfstæð persóna í
fyrri bókunum. Hann var einungis annar
helmingurinn af tvíburunum hennar Dollíar.
Hvað um það, þessi frásagnaraðferð breytir
ýmsu. Með fyrstu persónu frásögn kemur
fyrst og fremst óvissa og vanþekking. Oviss-
unni fylgir uggurinn um hið ókomna. Mundi
segir frá því sem hendir þá félaga í ferðinni
en atburðarásin er þó oft á tíðum honum
ofviða og hann skilur ekki hvað er að gerast,
ekki einu sinni í lokin þegar eyðingarhvötin
hefur náð yfirhöndinni hjá Bóbó. Það er ekki
lengur þessi glaðbeitta yfirsýn og frásagnar-
gleði í hverjum kafla. Það er kominn dimmur,
TMM 1990:1
105