Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 91
heldur líka að stíll verks frá hvaða tíma sem er sýni skýrt hvorri hefðinni það tilheyri: ef mikið er um formúlur í verkinu hafi það sem sé verið ort munnlega á sama hátt og serbnesku kvæðin, með því að aðlaga form- úlumar og tvinna þær saman í beinum flutn- ingi og hafi þá einhver skrifari tekið sér fyrir hendur að færa þau á leirtöflur, bók- fell, pappír eða annað eftir kvæðamann- inum. En sá texti sé þá vitanlega ekki heimild um annað en þennan eina flutning. Þessi óbrúanlega tvískipting, sem gerir þá ekki ráð fyrir að til geti verið nema ein tegund munnlegrar hefðar, er svo ríkur þátt- ur í kenningunni, að Lord leggur á borð fyrir lesandann þá rosalegu sögu að Hóm- erskviður, sem allir eru vitanlega sammála um að séu fullar af formúlum, hafi orðið til nákvæmlega á þennan hátt: um 700 f.Kr. hafi einhver tekið sér fyrir hendur að láta Hómer kallinn spinna upp sínar kviður munnlega meðan hann sveittist sjálfur við að skrifa með klunnalegu fomgrísku staf- rófi (því hæpið er að okkur fljótaskrift hafi þá verið til) tuttugu og sjö þúsund ljóðlínur talsvert miklu lengri og flóknari en línumar í serbnesku kvæðunum. Það leiðir svo einn- ig af þessari kenningu, að hver sú kvæða- hefð fyrr á öldum sem vitað er að studdist ekki við ritlist hljóti að hafa verið með þessum hætti. Þetta er grundvöllur þeirrar fullyrðingar Gísla, sem áður var vitnað í, að um eddukvæðin hljóti að gilda sömu lögmál og um serbnesku söguljóðin eða þá að við verðum að ímynda okkur að á Norðurlönd- um hafi ríkt einhverjar sérstakar aðstæður sem (að hans dómi) em varla dæmi um annars staðar. Þegar hér er komið er hætt við að ýmsum þyki þessi kenning svo einstrengingslega kerfisbundin, að þeir vísi henni á bug á þeim forsendum einum — og eigi þá yfir höfði sér ásakanir um fáfræði og fordóma, því þeim sé ekki gefin munnleg spektin, heldur skilji þeir alla hluti skriflegri skiln- ingu. En þótt kenningin sé langsótt í nokkuð bókstaflegri merkingu er engin ástæða til að dæma hana einungis eftir þeim áhrifum sem menn verða fyrir af henni eða þeim al- mennu hugmyndum sem menn kunna að hafa um slík fræði: á henni er nefnilega mjög augljós missmíð sem hægt er að festa hendur á þó menn séu fáfróðir um tíðindi í uppsveitum Balkanskaga. Brotalömin er í síðasta Iiðnum í rök- semdafærslu Lords. I riti hans kemurglögg- lega fram, að í Serbíu er til tvenns konar ljóðhefð og greina þar á milli mörg og óskyld atriði. Ekki er aðeins svo að önnur hefðin er „munnleg“ og hin „skrifleg“, heldur hefur önnur hefðin orðið til að því er virðist meðal þjóða Balkanskagans en hin er aftur á móti af erlendum rótum runnin, komin til Suður-Slafa frá Italíu og angi af þeirri ljóðlist sem þróast hefur í Vestur- Evrópu síðan á miðöldum og mótast í allri þeirri sögu af ýmsum skýrum einkennum. Loks hefur önnur hefðin verið útbreidd í þorpum og til sveita og tekið þar á sig ýmsar myndir, að minnsta kosti hvað efnismeð- ferð varðar, eftir þjóðum og trúflokkum, en hin breiddist út frá ströndinni og var lengi bundin við borgir og menntasetur. Villa Lords er nú fólgin í því að hann ruglar þéssum atriðum saman og eignar skrifleg- um vinnubrögðum sem slíkum ýmis þau atriði sem „menntuð“ serbnesk skáld hafa einfaldlega tekið upp úr vestrænni Ijóða- hefð en eru ekki í sjálfu sér í neinum órjúf- anlegum tengslum við ritlist: kvæði Virgils eru rímlaus og skiptast ekki í vísur en til- heyra samt ritaðri hefð og svo er lítill vandi að finna „munnleg kvæði“ sem hafa annað hvort þessara einkenna, skiptingu í vísur og einhvers konar rím, eða þá hvort tveggja. Það sem virðist í raun og veru hafa gerst er þetta: þegar skriftlærð skáld í Serbíu reyndu að semja söguljóð í hinum foma munnlega stíl landsins, létu þau sér ekki nægja að færa sér í nyt rittæknina til að skapa verk sem TMM 1990:1 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.