Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 6
Ef maður á miðöldum hefði skyndilega
komið auga á eitthvað svipað útvið sinn
sjóndeildarhring — til að mynda þegar
hann var á veiðum — hefði hann að lík-
indum haldið hann væri vitni að geming-
um djöfulsins, hann hefði kropið á kné og
beðið um miskunn sér og sínum nánustu
til handa.
Hvað sameinar heimsmynd þessa mið-
aldamanns og drenghnokka nútímans? Að
minni hyggju er það nokkuð sem er afar
mikilvægt. Rætur beggja standa mun
dýpra í því sem heimspekingar nefna „líf-
heim“ eða „náttúruheim“ heldur en geng-
ur og gerist um flest fulltíða fólk á okkar
tímum. Þeir hafa ekki enn fjarlægst þann
heim sem er þeim handföst og persónu-
legá reynsla, þann heim sem hefur sinn
morgun og sitt kvöld, sitt „niðri“ (jörðina)
og sitt „uppi“ (himininn), þar sem sólin
rís hvem dag í austri, gengur yfir him-
inhvolfið og sest í vestri, og þar sem hug-
tökin heima og heiman, gott og illt, fegurð
og ljótleiki, nálægð og fjarlægð, skyldur
og réttindi búa enn yfir afar lifandi og
ákveðinni merkingu. Þeir hafa enn ekki
fjarlægst þann heim sem greinir skilin
milli þess sem við þekkjum náið og ber að
annast og hins sem liggur handan sjón-
máls og §©m okkur ber að lúta í auðmýkt
því það er sveipað hulu leyndarinnar.
Þessi náttúruheimur er skynjaður milli-
liðalaust af eigin vitund sem þar með stað-
festir hann. Hann er sá reynsluheimur sem
okkur stendur ekki enn á sama um, við
erum honum nátengd, hvert og eitt okkar,
með því að elska, hata, heiðra og lítils-
virða. Tengslin sitja í arfleifð okkar og
áhugamálum. Þetta er svið gleði okkar og
sársauka; hughrifa sem ekki verða endur-
tekin né yfirfærð og firrast aldrei. í þeim
heimi erum við með nokkrum hætti sam-
ábyrg, það er heimur okkar persónulegu
ábyrgðar. I þessum náttúruheimi hafa
grunnhugtök á borð við réttlæti, sóma,
brigðmæli, vináttu, ótryggð, dirfsku eða
samúð, innihald sem fullkomlega er hægt
að festa hendur á; þau eiga við raunveru-
legt fólk og hafa harla víðtæka merkingu
í raunverulegu lífi. í sem skemmstu máli:
Þessi hugtök eru enn marktæk.
í grunni náttúruheimsins eru gildi sem
virðast hafa verið þar frá ómunatíð, gildi
sem eru til staðar áður en við tölum um
þau, áður en við rannsökum þau og tökum
að efast um þau. Innra samræmi gefur því
heiminum einskonar frumforsendur, sem
felast í að hann lifir og er starfhæfur,
einmitt vegna þess að eitthvað er til hand-
an sjóndeildarhringsins, utan þessa heims
eða ofan, eitthvað sem skilningarvit okkar
ná ekki til og fá ekki hróflað við en s£m’
einmitt þess vegna gefur heimsbygging-
unni fasta undirstöðu, skipan og lag; þetta
er hin hulda uppspretta allrar reglu og
venju, og þaðan koma gildandi boð, bönn
og viðmið. Hinn náttúrulegi heimur ber í
sér — vegna innsta eðlis síns — forsendu
hins altæka, og það er einmitt hið altæka
sem markar heiminum stað og stefnu, fær
honum líkama og sál. Væri ekki hið al-
tæka, yrði heimurinn óhugsandi, fárán-
legur og óþarfur. Þess vegna ber okkur að
virða hið altæka. Sérhver tilraun til að
hafna því, ná valdi á því ellegar taka ann-
að framyfir leiðir til þess drambs sem er
falli næst. Það fengu Don Juan og Fást að
gjalda dýru verði.
Reykháfurinn sem mengar himinhvolf-
ið er mér ekki aðeins til vitnis um leið-
indamistök þeirrar tækni sem vanrækir að
reikna með „vistfræðilegum þáttum“ en
4
TMM 1990:1