Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 72
goðsögulegt andrúmsloft, útmá skil draums og veru með þeim hætti að gera drauminn verulegan fremur en veruleik- ann draumkenndan. Menn hafa verið að smíða sér eigin skáldskaparheim, og gjaman litið til Heinesens sem gerði Þórs- höfn að miðpunkti heimsins. Þetta hafa menn gert með sögulegri fjarlægð. Einar Már Guðmundsson sá skáldskap 7. ára- tugarins í dúfnastússi stráka og príli í hálf- fokheldum húsum, rakarar fengu skáld- lega merkingu, prestar og skólastjórar goðsögulega vídd. Einar Kárason skapaði sér braggahverfi eftirstríðsáranna, fullt af goðsögnum, hlaðið viðburðum. Svava Jakobsdóttir leiddi nútíma- konur inn í fomeskjuheim skáldskapar og galdurs. Thor Vilhjálmsson skoðaði vægðarlaust manneskjuna í neyð sinni gagnvart lög- málum ástar og dauða, og lætur sögu sína gerast undir lok 19. aldar. Gyrðir Elíasson smíðar þorp fjarlægrar bemsku þar sem furður og ógnir eru daglegt brauð. Stein- unn Sigurðardóttir skrifaði ástarsögu sem gerðist nær öll eftir ástarsambandið, í stað þess að lýsa einkum aðdraganda og fulln- ustu þess eins og fremur er venjan. Fram- liðnar skuggaverur bærast undir lokinu á Skuggaboxi Þórarins Eldjáms og stunda þar skuggabox og fánýtar rannsóknir. Fortíðin er algildari en nútíðin. Fjar- lægðin skáldlegri en nálægðin. Það sem mér þótti helst einkenna jóla- bækur síðasta árs var hversu mjög höf- undum þeirra er í mun að lýsa því sem er, vera raunsæir og hugdjarfir, jarðbundnir og ódeigir að snúa baki við bókmennta- leikjum sínum og taka á ný til við að fanga sögur úr samtímanum. Erfiðar sögur. Ljótar sögur. Neyða andlitin upp að spegl- inum. En þetta er ekki nýtt raunsæi í sama skilningi og var á 8. áratugnum. Höfundar kappkosta að halda í bókmenntalega fág- un undangenginna ára, flókið táknmál, frumlega líkingasmíð, persónulegan stíl, ljóðrænu. Málað er sterkum litum; hvergi bólar á hinni vísu málpípu höfunda nýja raunsæisins sem benti ráðvilltum persón- um góðfúslega á sigurbraut fólksins. Og mælikvarðamir eru enn bókmenntalegir, fremur en siðlegir. Metnaðurinn er að búa til mikið bókmenntaverk sem standi um aldur og ævi, fremur en að benda á brýna úrlausn félagslegra vandamála. Til þess eru líka blöðin, er viðkvæðið. Og á þess- um tímum þegar sannfæringarkraftur á heima í auglýsingum, í Fíladelfíu eða ræðukeppni framhaldsskóla þá tálgar öll predikun merkinguna, hún er aðferð lyg- innar. *** Tvær skáldsögur síðasta árs má ræða í þessu samhengi. Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason fékk allblendnar viðtökur — hún hefur fengið lofsamlega dóma, dræma dóma og jafnvel slæma dóma. Þar kemur eitt og annað til. Einar hefur afar persónulegan stíl, sem maður gæti freistast til að kalla viðkvæmnislega hrjúfan, hann er alþýð- legur og á köflum talmálslegur en um leið lygn og breiður, með löngum og rólegum setningum og litlum hraðabreytingum; lesandinn hossast þannig ekki yfir ójöfnur í ferðalagi um bækur hans, heldur líður þægilega áfram. Einar hefur fram að þessu þótt háðskur höfundur og menn hafa kannski ekki tekið eftir klökkvanum sem einkennir alla jafnan þetta háð, sorg- inni yfir hlutskipti og brölti mannanna sem einlægt kallar á hryssingslega and- 70 TMM 1990:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.