Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 82
bamabókmennta, bæði innávið og úti í samfélaginu. Fyrsta skrefið verður að fel- ast í því að búa höfundum betri kjör. Það er í rauninni skilyrði þess að hægt sé að vænta einhverra afreka á þessu sviði. Eins og málum er háttað í dag er afkoma bama- bókahöfunda algjörlega undir markað- inum kominn. Og markaðurinn er ekki stór þegar um tvö hundruð og fimmtíu þúsund manna þjóð er að ræða; stóru vinningamir í því happdrætti tryggja í mesta lagi nokkurra mánaða vinnufrið. Launasjóður íslenskra rithöfunda, sem úthlutar rúmlega 300 mánaðarlaunum á ári, hefur reynst bama- og unglingabóka- höfundum lítill styrkur. Þeir hljóta í hæsta lagi starfslaun til fjögurra mánaða í senn, oftast minna, á meðan fullorðinsbókahöf- undar eru allsráðandi í hærri flokkum. Afleiðingin er sú, að bamabókahöfund- ar skrifa nær einvörðungu í tómstundum, sem í vinnuþjökuðu íslensku nútímaþjóð- félagi verða æ stopulli. Aðeins þrír eða fjórir af þeim tuttugu til þrjátíu höfundum sem hafa verið virkir í að semja fyrir böm og unglinga síðustu ár hafa gert skriftir að aðalstarfi. Af svipuðum fjölda fullorðins- höfunda er hlutfallið um það bil einn á móti þremur. Til þess að geta lifað af vinnu sinni verða þeir að framleiða miklu meira en góðu hófi gegnir. Tvö meiri- háttar verk á ári eru lágmark. Það segir sig sjálft að við slíkar aðstæður er erfitt að vanda vinnubrögðin sem skyldi. Mark- aðssjónarmið verða líka meiri freisting, og áður en höfundur veit af er hann bund- inn á klafa fjöldaframleiðslu, sem heftir listrænan þroska hans. Útgefendur halda því fram að ógerlegt sé að greiða íslenskum höfundum hærri ritlaun en þeir hafa nú, því það myndi Ofan á áðurnefnd vandkvæði leggst sú staðreynd, að samkeppnisstaða barna- og unglingabóka á jóla- og afmœlisgjafamarkaði hefur stórversnað síðustu ár . . . hækka útsöluverð bókanna, sem aftur myndi leiða af sér enn frekari samdrátt í sölu. En það er löngu orðið tímabært að endurskoða skiptingu kökunnar; hlutur bóksala mætti að ósekju minnka verulega til hagsbóta fyrir höfunda og útgefendur. Þá má benda á að í Noregi tíðkast að greiða hærri höfundarprósentu fyrir bama- og unglingabækur til að bæta upp tekjutap vegna lægra söluverðs þeirra. Ofan á áðumefnd vandkvæði leggst sú staðreynd, að samkeppnisstaða bama- og unglingabóka á jóla- og afmælisgjafa- markaði hefur stórversnað síðustu ár, með vaxandi hlutadýrkun og minnkandi tiltrú á gildi bóka, að ógleymdri fjárhagslegri kreppu sem hefur dregið úr bóksölu al- mennt. Þær bamabækur sem helst bera sig á markaði við slíkar aðstæður eru þýddar bækur, gjaman gefnar út í fjölprenti og í mörgum tilvikum styrktar af Norræna þýðingarsjóðnum eða Þýðingarsjóði. Nú má ekki misskilja orð mín svo, að ég sé að amast við útgáfu góðra bóka eftir erlenda höfunda; auðvitað hlýtur bæði lesendum og innlendum höfundum að vera það mikil uppörvun að kynnast sem fjölbreyttustu safni vandaðra skáldverka. En það skýtur skökku við að útgefendur skuli njóta fjárhagslegrar aðstoðar við að gefa út erlendar barna- og unglingabækur, 80 TMM 1990:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.