Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 73
stæðu sína. í eyjabókunum skapaði Einar hægt og af þolinmæði heim goðsögu, Reykjavíkurheim sem var til, en þó aldrei með þessum hætti. Þessi heimur var ægi- legur. Goðin í honum voru vígð böli — hetjur hans hlutu að farast. En hann var um leið alltaf svolítið elskulegur og les- andanum þægilegur. Persónur voru litrík- ar og skemmtilegar, atvikin skrautleg og með fádæmum, alltumlykjandi sögumað- ur úr fjarlægð var einn af okkur, sprellaði og gerði kúnstir, brá sér ýmist í gervi þess sem fylgdist fullur samúðar með persón- um eða narraðist að þeim á bak. í nýju bókinni kemur Einar hins vegar aftan að söguhöfundi sínum og um leið okkur. Hann snýr sjónaukanum við. Hann beinir athyglinni að þeim sem segja sögumar — hinni ógæfulegu þrenningu sem heldur til Ameríku til þess að skoða síðustu leifarn- ar af sagnaheimi Eyjabókanna, kynnast honum af eigin raun. Og sögumaður hans í þetta sinn — þetta er í fyrsta sinn sem Einar beitir 1. persónufrásögn í þessum bálki — er gjam á að grafa jafnharðan undan sögunum. Ævinlega þegar sögur ber á góma koma athugasemdir sögu- manns um að þetta hafi kannski ekki verið alveg svona fyndið, þetta hafi kannski ekki verið „nógu Baddalegt“, þetta hafi ekki beinlínis verið svona. Goðsögunni er aldrei hleypt í gang og tilraunir skáld- spírunnar í hópnum til að skapa hana í bókmenntatextum reynast aumlegar ap- anir annarra höfunda fremur en lýsingar á fólkinu. Endurfundirnir við fólkið úr sagnaheiminum reynast kómískar smá- katastrófur; höll Elvisar konungs sagna- heimsins er læst þegar komið er að henni; rokktónleikar ekkert sérstakir. Ekkert stenst: yfirlýstur nískupúki hópsins reyn- ist standa undir öllu saman, ameríkanar reynast hvorki hrífandi né hræðilegir, heldur meinlaus gæðablóð. Sá eini úr hópi þremenninganna sem eitthvað hefur að ráði komið við þessar sögur áður sogast á nýjan leik inn í sagnaheiminn og verður eftir þar þegar hinir tveir halda heim — vel að merkja meðal indjána á vemdar- svæði, sem líkist upphaflegu bragga- hverfinu og leiðir hugann að hinum ódauðlega indjánadansi Spákonunnar í fyrri bókunum. Þetta er djarfleg atlaga höfundar að eigin sagnaheimi og sagan felur í sér mikinn sársauka, einmitt út af þessu. Einar Kárason er kannski einn af fáum íslenskum höfundum sem fær lesandann Einar Kárason er kannski einn affáum íslenskum höf- undum semfœr lesandann sí- fellt til aÖ fletta áfram — sem er vanmetin list hér . . . sífellt til að fletta áfram — sem er van- metin list hér — en á köflum í Ameríku- reisunni verður afhjúpunin og afdrama- tíseringin full vægðarlaus, svo manni þykja þremenningamir heldur litlir kallar til að rísa undir frásögninni, ævintýri þeirra, einkum þegar til Memphis kemur, full tíðindalítil til að í rauninni sé segjandi frá þeim. Kannski er það meginvandi sög- unnar að hinn fádæma læsilegi stíll Einars kallar á frásagnarverða viðburði. Hann er sagnamaður og hefur skrifað bók fulla af efa um sagnalistina. *** TMM 1990:1 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.