Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 8
Það hefur verið sagí að menn gætu endur- byggt London eins og hún var á nítjándu öld út frá skáldsögum Dickens. Hin hefð- bundna, enska skáldsaga leggur mikla áherslu á umhverfið, á aldarfarslýsingar, stéttarstöðu persónanna og svo framvegis. Allt þetta gæti höfundur vel látið vera í íslenskri skáldsögu sem engu að síður væri lesin og skilin sem raunsæissaga hér. Ég held að við höfum öðruvísi tilfinningu fyrir frásögninni, dramatískari, stflfærðari og tökum furðusöguna gilda á einhvem þann hátt sem er óhugsandi í enskri hefð. Kannski sýnir þetta að við höfum meiri áhuga á skáldskap en veruleika. En að sjálf- sögðu em svona alhæfingar alltaf hæpnar og ég vil hafa mikla fyrirvara á þessum ummælum öllum. Hins vegar er það staðreynd að í íslenskri bókmenntahefð hefur alltaf verið lögð áhersla á atburðarásina, söguna sjálfa, en ekki útskýringar eða langar vangaveltur eða heimspekilegar umræður og þetta held ég að einkenni íslenskar bókmenntir enn þann dag í dag. Menn hafa ekki lagt mikla áherslu á mælskulistina sem slíka. Sú yfir- þyrmandi mælska sem við sjáum til dæmis hjá rússnesku meisturunum væri næstum óhugsandi í íslenskri skáldsögu. Við ætl- umst til þess að lesandinn komi til móts við frásögnina, honum sé ekki sagt of mikið. Allt þetta er mjög áleitið þegar ég er sjálf að skrifa. Ég reyni að segja sem allra minnst, fyrir alla muni ekki of mikið. Það finnst mér nefnilega vera stærsta syndin, að segja of mikið. Oft er það sem ég skrifa svo samþjappað, svo lítill hluti af hugsuninni sem liggur að baki því sem ég skrifa kemur fram, að ég verð að fjarlægja mig frá text- anum strax, reyna að horfa á hann utan frá og meta hvort það sem ég skrifaði er öðrum skiljanlegt. Hvert einasta orð er mikilvægt. Og hinn almenni, íslenski lesandi er þjálf- aður til að lesa svona texta, gefa gaum að orðunum, vita að eitt tilsvar sem virðist sáraeinfalt getur skipt sköpum í sögunni. — Hver er lesandi þinn? Fyrir hvern skrifar þú? — Ég hugsa ekki um lesandann sem ein- hverja ákveðna persónu. Ég er sjálf minn fyrsti lesandi, fyrsta uppkastið er óskiljan- legt öðrum en mér enda ekki öðrum ætlað. Ég hugsa nefnilega ekki í orðum, heldur er eins og einhvers konar skynjun sé að leita sér að búningi. .. —Hvernig skynjun? — Ég á erfitt með að útskýra það . . . en mér finnst eins og þessi skynjun sé ekki formlaus þó að hún sé orðlaus. Ég veit að minnsta kosti hvað ég hef viljað segja. Það er hins vegar ekki fyrr en á seinni vinnslu- stigum sem ég fer að hugsa um hvort aðrir muni skilja textann. Og þá hef ég ekki lesandann sem persónu í huga. Þó kom það fyrir þegar ég var að skrifa Gunnlaðar sögu, að mér fannst að ég væri að skrifa fyrir Gunnlöðu. Þá hugsa ég að sjálfsögðu ekki um hana sem raunveruleg- an lesanda, heldur um hvort henni hefði líkað það sem ég hafði skrifað, eða eitthvað í þá áttina. — Hvort henni hefði líkað hvernig þú talaðir máli hennar? — Já. Gunnlöð —I Snorra-Eddu er Gunnlöðu ekki lýstsem sérlega heillandi kvenpersónu. Hún erjöt- unmey, heimsk, vergjörn og auðveld bráð 6 TMM 1990:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.