Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 45
Og þú, hjartkæri,
tryggi, svartflekkótti hundurinn minn?!
Þú ert orðinn blindur og vesæll af elli,
eigrar um húsagarðinn með lafandi skott,
hættur að geta þefað uppi bæjardyr og fjós.
Hvað þau eru mér kær, skammarstrikin gömlu!
Einsog þegar við hnupluðum brauðskorpum frá mömmu,
átum þær í félagi upp til agna,
og hvorugur stal minnsta mola ffá hinum
til að fara með og grafa.
Ég er ennþá sá sami.
í hjarta mínu er ég alltaf sá sami.
Augun jafh blá og komblóm á rúgakri.
Nú sem ég breiði út gullmottu ljóða minna
langar mig til að segja við ykkur eitthvað fallegt.
Góða nótt!
Ég býð ykkur öllum góða nótt!
Ljár kvöldroðans
er hættur að hvína í grasi rökkursins . . .
Ég brenn nú af löngun í tunglið
sem ég sé út um gluggann ...
Blátt ljós, ljós sem er svo blátt!
í svona bláma er jafnvel dauðinn léttbær.
Svo hvað um það, þótt öðrum sýnist ég ruddi
sem fest hafi ljóstýru á rump sinn!
Gamli, góði, útslitni Pegasus,
þarf ég þá lengur þinn þýða gang?
Ég kom hér sem svipþungur lærimeistari
til að vegsama og lofsyngja rottu.
Kollurinn á mér, einsog ágúst,
TMM 1990:3
43