Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Page 47
Þórarinn Eldjárn Dundi Þetta er Dundi! Allt í einu rann það upp fyrir mér. Þetta var hann og enginn annar, Dundi landa, Guðmundur Öm Guðmundsson að mér heilum og lifandi. Það var alveg augljóst núna þegar maður var loksins búinn að átta sig á því. Og það hafði ekki verið neitt auðvelt að koma honum fyrir sig. Þvflík umbreyting á einum manni. Hamskipti var sennilega betra orð. En ef ég pírði augun á hann gat ég þó látið gamla svipinn og fasið koma skýrt í gegn eins og frumtexta á uppsköfnu handriti sem brugðið er undir kvarslampa. Og það stemmdi líka að kennarinn sem ók mér frá flugvellinum hafði einmitt minnst eitthvað á Guðmund skólameistara. Þetta var Dundi, á því lék ekki nokkur vafi. Og auðvitað hlaut hann að vita hver ég var. Það yrði skemmtilegt eða hitt þó heldur að þurfa að heilsa honum og tala við hann á eftir! *** Ég var staddur í Fjölbrautaskólanum á Helvík þar sem ég hafði verið beðinn um að lesa upp úr verkum mínum og svara fyrirspumum á svokallaðri Fráviku nemenda. Þema vikunnar að þessu sinni var alkóhólismi og bækumar sem ég hafði skrifað um drykkju- og meðferðarferil minn höfðu þótt nógu forvitnilegar til að þeim væri helgaður sérstakur þáttur í dagskrá sem nemendur höfðu tekið saman. Það hafði orðið dálítil seinkun á fluginu og ég var ekki kominn á staðinn fyrr en nokkm eftir að dagskráin var hafin, en það kom ekki að sök þar sem mitt framlag var eitt af síðustu atriðunum. Ég laumaði mér inn í þéttsetinn salinn og var vísað á sæti yst í fremstu röð. í pontunni er þá þessi reffilegi náungi að flytja ávarp, maður á aldur við mig, á að giska hálffertugur, og ég fann það alveg um leið, að hann minnti mig á einhvem, sem ég gat þó ómögulega áttað mig á hver væri. Að öðm leyti þurfti engan sérlokk til að sjá það strax að þetta var skólameistarinn. TMM 1990:3 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.