Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 48
Skólameistarar hafa flestir hverjir alveg auðþekkjanlegt fas, ákveðinn sköruleika
sem virðist tilheyra starfmu, þó allur gangur sé reyndar á því hvort kemur á undan og
kallar á hitt, fasið eða starfið. Hjá þeim sumum getur þessi sköruleiki auðvitað verið
innantómur og uppstilltur, menn tileinka sér þennan sérstaka myndugleika í fasi til
þess eins að geta sett sig á háan hest gagnvart nemendum og kennurum. En það þurfti
ekki að hlusta lengi á þennan skólameistara til að átta sig á því að svo var ekki hjá
honum. Honum mæltist bæði skörulega og vel, en um leið skynsamlega og mannlega.
Stundum sló hann á létta strengi, en varð svo mjög alvarlegur beint á eftir til að
undirstrika áhersluatriði. Hann kunni að nota þagnir og beitti blæbrigðum raddarinnar
af sérþekkingu. Og það var strax auðfundið af viðbrögðum nemendanna að hér var
réttur maður í réttu starfi. Ég leit öðru hverju út eftir fremstu röðinni og gjóaði um
leið augunum skáhallt aftur í salinn. Það var auðséð, að unglingamir hlustuðu með
athygli og aðdáun og dmkku í sig hvert orð sem hann sagði. Hvergi var fyrirlitningar-
glott að sjá, hvergi fliss og óróa, hvergi leiða eða geispa. Hvergi þetta venjulega „hvað
þykist hann vita um það helvítis kallinn“. Skólameistarinn var greinilega einn af þeim
hamingjusömu mönnum í kennarastétt, sem njóta þess að umgangast unglinga, geta
gert það eðlilega og á jafnréttisgrundvelli, en þó um leið haldið fullri reisn og beitt
þegar við á öllu því valdi og þeim þunga sem íylgir aldri og reynslu.
Ég hlustaði með athygli á mál meistara, bæði af því að orð hans vöktu áhuga minn
í sjálfu sér, og eins vildi ég reyna að taka vel eftir, til að vera betur búinn undir
umræðumar á eftir. Það virkar alltaf vel að geta vitnað beint í orð viðstaddra manna.
En brátt fór hún að trufla mig æ meir þessi hugsun um að hann minnti mig á einhvem,
en gallinn var bara sá að ég gat alls ekki komið því fyrir mig hver það væri.
Fyrst hélt ég að það væri ef til vill einhver sem ég hefði séð í sjónvarpi eða
bíómynd, en sannfærðist brátt um, að það hlyti að vera einhver sem ég kannaðist við.
Og ekki nóg með það, mér varð smám saman ljóst að það var beinlínis svo að ég
nauðaþekkti þennan mann. Og áður en ég vissi af var ég alveg hættur að heyra hvað
hann sagði og farinn í huganum að máta hann kerfisbundið við alla þá fjölbreyttu
karaktera sem orðið hafa á vegi mínum bæði fyrr og síðar. Og þar er svo sannarlega
um auðugan garð að gresja, en ekki að sama skapi snyrtilegan og skipulegan, eftir
allt mitt hark og slark um ævina, og allt á kafi í illgresi.
Ég var alveg að því kominn að gefast upp í þessari leit og ætlaði að fara að einbeita
mér að ræðunni á ný þegar skólameistari gerði allt í einu handarhreyfingu sem varð
til þess að því laust eins og eldingu niður í huga minn hver hann væri. Og það var svo
sannarlega óvæntur kandidat sem þar var mættur til leiks, en reyndist þó fljótlega fara
með sigur af hólmi. Skyndilega bar meistari höndina upp að efrivörinni, bara eitt
46
TMM 1990:3