Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 55
var ég helst á því að farsælast yrði að láta bara sem ekkert væri, en ég fann fljótt að það gat alls ekki gengið. Jafnvel þó Dundi féilist á þegjandi samkomulag um slíkt yrði það einungis óþægilegt. Ekki síst vegna þess að kaflinn sem ég hafði ákveðið að lesa og síðan leggja út af úr Byttu, ævisögu minni, var allur um nauðsyn hreinskiln- innar, um hve brýnt væri að horfast miskunnarlaust í augu við sjálfan sig, eigin gerðir og afleiðingar þeirra. En hann fjallaði reyndar líka mikið um fyrirgefninguna, um að gert væri gert og ekkert ynnist með því að velta sér sífellt upp úr svaðinu eftir að hleypt hefði verið úr kýlinu. Ég ákvað þess vegna að vera hreinskilinn sjálfur, opna samræður okkar með því að víkja að fyrri kynnum, láta í ljós sanna iðran, án þess þó að vera eins og sneyptur hundur. Svo yrði ég bara að vona að Guðmundur tæki þessu vel, segði fáein spakleg orð um þroska og vanþroska, við hefðum auðvitað verið böm, þú veist hvað unglingar geta verið grimmir eða eitthvað svoleiðis og þar með yrði svo málið úr sögunni. Ég ákvað að veðja á þetta, en reyndar var þó engan veginn ömggt að það gengi. Auðvitað mátti skýra margt með vanþroska og bamaskap, en fyrr mátti nú rota en dauðrota. En ég gat nú ekki velt því mikið lengur fyrir mér, röðin var komið að mér. Ég steig í pontu, hóf lesturinn og lauk mér af við ágætar undirtektir. Ég leit öðm hverju til Guðmundar þar sem hann sat á fremsta bekk og tók eftir að það var eins og hann liti alltaf undan. Hann veitti því áreiðanlega athygli hvað ég leit oft til hans, en mér þóttu viðbrögðin einkennileg. Kannski hafði hann fram að þessu verið að vona að ég þekkti hann ekki, en nú vissi hann að ég vissi hver hann var. En af hverju var hann svona vandræðalegur, var það ekki frekar ég sem átti að vera það? Þótti skólameistaranum kannski svona óþægilegt að þurfa að hitta mann sem mundi eftir honum eins og hann var? Síðan voru leyfðar fyrirspumir og voru þær tregar í gang, en urðu líflegar áður en yfir lauk. Guðmundur lagði þar ekkert til málanna, fyrr en allt í einu undir lokin, að það var eins og hann mannaði sig upp og spurði: — Ég hjó sérstaklega eftir orðum þínum Sigurður um hreinskilnina og þóttu þau athyglisverð, en telur þú að hún eigi að vera algjörlega afdráttarlaus? Ég á við hvort þú ert ósammála því að oft megi satt kyrrt liggja, og telur kannski að málshátturinn ætti frekar að vera „aldrei má satt undir nokkrum kringumstæðum kyrrt liggja“? Hvað var nú þetta? Atti nú að fara að negla mann með einhverju svona? Varla gat þó maðurinn verið svo yfirgengilega taktlaus að ætla að fara að demba á mig okkar persónulegu væringum opinberlega, frammi fýrir sínum eigin nemendum. Var hann að meina að ég hefði átt að játa þátt minn í ofsóknunum gegn honum í minni eigin ævisögu? Hélt hann að hann væri svona mikilvægur? Var maðurinn kominn með TMM 1990:3 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.